Byltingin olnbogar sig inn í lífeyrissjóð Helgi Vífill Júlíusson skrifar 25. júní 2019 08:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, á það til að snöggreiðast eins og er háttur margra öflugra og litríkra baráttumanna. Stundum tekst honum þó ekki að beina reiðinni í rétta átt, á réttum tíma, í réttum mæli, fyrir réttar sakir og á réttan máta, svo gripið sé í siðfræði Aristótelesar. Það geta allir látið skapið hlaupa með sig í gönur í hita leiksins. Það er mannlegt. Þegar reiðin sjatnar þarf að hafa hugrekki til að líta í eigin barm. Því miður hefur Ragnar Þór ekki axlað ábyrgð á framferði sínu gagnvart stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Viðurkennt að hann hafi brugðist of harkalega við þegar sjóðurinn hækkaði húsnæðislánavexti á tilteknu láni – því stjórnin gætti hagsmuna sjóðfélaga – og einfaldlega beðist afsökunar á því að hafa róið að því öllum árum að draga til baka umboð fjögurra stjórnarmanna sem VR skipar í sjóðinn. Þarna hafði Ragnar Þór ekki hagsmuni sjóðfélaga í fyrirrúmi. Það má einfaldlega ekki líta á sjö hundruð milljarða lífeyrissjóð sem vopn í pólitískri stéttabaráttu. Hlutverk hans er að greiða launþegum ellilífeyri og þarf hann því að skila ásættanlegri ávöxtun. Flestir gera sér grein fyrir því. Þetta er ekki eilífðar gullkista. Jafnvel þótt íslenska lífeyrissjóðakerfið sé í fremstu röð glímir það við tvenns konar áskoranir. Annars vegar fer vaxtastig lækkandi á heimsvísu. Það verður því æ erfiðara að ná ásættanlegri ávöxtun. Hins vegar er óvíst hve lengi unga fólkið í dag mun lifa en gera má ráð fyrir að margt verði það enn eldra en fyrri kynslóðir. Langlífið krefst hærri lífeyrisgreiðslna. Það er hættulegt að Ragnar Þór og samstarfsmenn geti skipt út hálfri stjórn lífeyrissjóðsins þegar þeim hentar. Stjórnarmenn eiga einungis að fara eftir eigin samvisku og hafa hagsmuni sjóðfélaga að leiðarljósi. Rétt er að bera ekki fullt trausts til þeirra stjórnarmanna sem VR hefur skipað í LIVE. Þeir sitja einungis í stjórninni svo lengi sem Ragnar Þór og samstarfsmenn eru ánægðir með þeirra störf. Og VR virðist ekki leggja höfuðáherslu á arðsemi. Fulltrúi launþegahreyfingarinnar verður stjórnarformaður LIVE næstu þrjú árin. Hann fékk 340 þúsund krónur á mánuði í laun og stjórnarmenn 170 þúsund krónur árið 2018. Það borgar sig að halda VR-félögum sáttum. Það er því rökrétt að sjóðfélagar LIVE hafi þungar áhyggjur af stöðunni. Byltingin hefur hreiðrað um sig í ellilífeyri þeirra. Það er hættuspil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Vífill Júlíusson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, á það til að snöggreiðast eins og er háttur margra öflugra og litríkra baráttumanna. Stundum tekst honum þó ekki að beina reiðinni í rétta átt, á réttum tíma, í réttum mæli, fyrir réttar sakir og á réttan máta, svo gripið sé í siðfræði Aristótelesar. Það geta allir látið skapið hlaupa með sig í gönur í hita leiksins. Það er mannlegt. Þegar reiðin sjatnar þarf að hafa hugrekki til að líta í eigin barm. Því miður hefur Ragnar Þór ekki axlað ábyrgð á framferði sínu gagnvart stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Viðurkennt að hann hafi brugðist of harkalega við þegar sjóðurinn hækkaði húsnæðislánavexti á tilteknu láni – því stjórnin gætti hagsmuna sjóðfélaga – og einfaldlega beðist afsökunar á því að hafa róið að því öllum árum að draga til baka umboð fjögurra stjórnarmanna sem VR skipar í sjóðinn. Þarna hafði Ragnar Þór ekki hagsmuni sjóðfélaga í fyrirrúmi. Það má einfaldlega ekki líta á sjö hundruð milljarða lífeyrissjóð sem vopn í pólitískri stéttabaráttu. Hlutverk hans er að greiða launþegum ellilífeyri og þarf hann því að skila ásættanlegri ávöxtun. Flestir gera sér grein fyrir því. Þetta er ekki eilífðar gullkista. Jafnvel þótt íslenska lífeyrissjóðakerfið sé í fremstu röð glímir það við tvenns konar áskoranir. Annars vegar fer vaxtastig lækkandi á heimsvísu. Það verður því æ erfiðara að ná ásættanlegri ávöxtun. Hins vegar er óvíst hve lengi unga fólkið í dag mun lifa en gera má ráð fyrir að margt verði það enn eldra en fyrri kynslóðir. Langlífið krefst hærri lífeyrisgreiðslna. Það er hættulegt að Ragnar Þór og samstarfsmenn geti skipt út hálfri stjórn lífeyrissjóðsins þegar þeim hentar. Stjórnarmenn eiga einungis að fara eftir eigin samvisku og hafa hagsmuni sjóðfélaga að leiðarljósi. Rétt er að bera ekki fullt trausts til þeirra stjórnarmanna sem VR hefur skipað í LIVE. Þeir sitja einungis í stjórninni svo lengi sem Ragnar Þór og samstarfsmenn eru ánægðir með þeirra störf. Og VR virðist ekki leggja höfuðáherslu á arðsemi. Fulltrúi launþegahreyfingarinnar verður stjórnarformaður LIVE næstu þrjú árin. Hann fékk 340 þúsund krónur á mánuði í laun og stjórnarmenn 170 þúsund krónur árið 2018. Það borgar sig að halda VR-félögum sáttum. Það er því rökrétt að sjóðfélagar LIVE hafi þungar áhyggjur af stöðunni. Byltingin hefur hreiðrað um sig í ellilífeyri þeirra. Það er hættuspil.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun