Viðskipti innlent

14 milljarðar ávinningur ríkisins af sölu eigna á Ásbrú

Ari Brynjólfsson skrifar
Marta Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kadeco.

"Þetta verkefni hefur haft gríðarleg samfélagsleg áhrif sem sést best á þeirri blómlegu byggð sem hér hefur myndast og þeim fyrirtækjum sem hafa sest hér að.“
Marta Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kadeco. "Þetta verkefni hefur haft gríðarleg samfélagsleg áhrif sem sést best á þeirri blómlegu byggð sem hér hefur myndast og þeim fyrirtækjum sem hafa sest hér að.“
Fjárhagslegur ávinningur ríkissjóðs af sölu eigna á Ásbrú er um 14 milljarðar króna en síðustu eignirnar sem heyrðu áður undir gamla varnarliðssvæðið voru seldar á árinu. Þá hefur Reykjanesbær fengið um 370 milljónir króna í gatnagerðargjöld af verkefninu.„Þessi ávinningur verður að teljast mun meiri en vonir stóðu til við brotthvarf Varnarliðsins á sínum tíma,“ segir Ísak Ernir Kristinsson, stjórnarformaður Kadeco, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf.Kadeco, sem er félag í eigu ríkisins, hefur leitt þróun og umbreytingu á gamla varnarliðssvæðinu frá árinu 2006 þegar bandarísk stjórnvöld skiluðu svæðinu til íslenskra stjórnvalda. Nú búa á fjórða þúsund manns á Ásbrú og á þriðja hundruð fyrirtæki eru skráð á svæðinu sem skapa um þúsund störf.Síðustu eignir Kadeco voru seldar á árinu og því eru allar eignir sem félagið fékk til umsýslu árið 2006 komnar í borgaraleg not.Samkvæmt greiningu sem stjórn félagsins lét vinna er fjárhagslegur ávinningur ríkissjóðs, eiganda félagsins, af verkefninu um 14 milljarðar króna.Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
2,14
5
38.420
TM
1,35
4
34.324
BRIM
0,87
4
45.342
REITIR
0,18
10
23.538
HAGA
0
1
1.007

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-9,6
35
7.698
HEIMA
-5,19
1
146
SYN
-2,67
11
112.164
MAREL
-2,12
5
29.157
ARION
-1,96
5
48.781
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.