
Aldurssmánun samtímans
Aldursmörkin 67 eða 70 ára virðast orðin að mælikvarða í sjálfu sér, óháð getu eða löngun viðkomandi. Listamenn eru hins vegar ekki settir undir þessa mælistiku og verk þeirra eða frammistaða metin óháð aldri, sem sýnir ágætlega hversu fáránleg hún er. Í atvinnulífinu er fólki sem náð hefur þessum aldri hins vegar lang oftast umsvifalaust vísað á dyr, óháð starfsgetu þess eða -vilja. Hér er verið að sóa samfélagslegum verðmætum og jafnvel töluvert yngra fólk, 45-50 ára, kvartar undan svonefndum „kennitöluvanda“ við atvinnuumsóknir, ekki síst konur. Þeim sé ekki einu sinni boðið í atvinnuviðtal þrátt fyrir þekkingu og reynslu á viðkomandi sviði.
Sömu viðhorf eða aldursfordómar birtast í opinberri umræðu um þriðja orkupakkann. Þar hafa verið áberandi nokkrir eldri áhugamenn um stjórnmál, en þeim er ítrekað bent á að „tími þeirra sé liðinn“, skoðanir þeirra sagðar „rykfallnar“ og þeir beðnir um að skipta sér ekki af því sem kallað er „okkar framtíð“, svo aðeins sé vitnað í kurteisari ummælin. Reynsla og afleidd dómgreind er einskis metin, eitthvað sem ætti fremur að teljast mikilvægt í þjóðmálaumræðu.
Háskóli Íslands er ánægjuleg undantekning þessa. Þar hefur með nýjum rektor verið mörkuð sú stefna, að heimilt er að semja við fólk sem komið er á eftirlaun um tiltekin verkefni, séu þau til staðar. Samið er til afmarkaðs tíma í senn, á fyrri launum, þótt ekki fylgi öll sömu starfskjör. Slíkir samningar verða að sjálfsögðu að þjóna hagsmunum beggja aðila og viðkomandi starfsmaður að sætta sig við reglubundna endurskoðun. Opinberir aðilar og fyrirtæki ættu að fylgja þessu almenna fordæmi og einhverjir kunna að gera það. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr því, að sum störf ganga mjög nærri fólki þannig að sjálfsagt er að það geti farið á eftirlaun 67-70 ára. En lykilatriði er að fólk hafi val, sé geta og áhugi til staðar.
Það er eitt af einkennum okkar samtíma að hópar sem hafa mátt sæta neikvæðri umræðu eða fordómum hafa risið upp og krafist þess að vera jafnréttháir öðrum, sem ekki bera sömu einkenni og vera metnir á grunni eigin verðleika. Þar hafa verið áberandi t.d. fatlaðir, samkynhneigðir, hörundsdökkir, tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson talaði nýverið um kynþáttaníð, fólk í yfirþyngd, sem kallar það fitusmánun, að ekki sé minnst á konur.
Barátta eldri borgara fyrir mannsæmandi eftirlaunum og tryggingabótum er mikilvæg. En það er ekki síður mikilvægt og raunar mannréttindi að á þá sé hlustað og borin fyrir þeim tilhlýðileg virðing. Eldra fólk taki þátt í samfélaginu á jafnréttisgrundvelli, hvar sem það kýs. En einhvern veginn er eins og þeir sem eldri eru séu feimnir við að setja fram þá kröfu og sætti sig við jaðarsetninguna.
Þessu þarf að breyta – það eru hagsmunir allra, líka þeirra sem yngri eru og eiga eftir að eldast.
Skoðun

Stigveldi stigveldanna
Erna Mist skrifar

Er tilgangurinn æðri en hamingjan?
Ástþór Ólafsson skrifar

Vilja valdamenn kannski bara veika fjölmiðla?
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Ég heiti 180654 5269
Viðar Eggertsson skrifar

Sísýfos, Kristur og leikhús fáránleikans
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Lengra fæðingarorlof - allra hagur!
Hólmfríður Árnadóttir,Linda Björk Pálmadóttir skrifar

Á hverju strandar uppbygging flutningskerfis raforku?
Birgir Örn Ólafsson,Björn Sæbjörnsson skrifar

Hið raunverulega vandamál nautgriparæktar
Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar

Um stöðu og starfsemi Háskóla Íslands
Steinunn Gestsdóttir skrifar

Leikskólamál – eldri borgarar
Katrín J. Björgvinsdóttir skrifar

Hvað með umsækjendur, Bjarni Ben?
Derek T. Allen skrifar

Fjármálaáætlun – umbúðir um ekki neitt
Guðbrandur Einarsson skrifar

Jafnar byrðar – ekki undanþágur
Bogi Nils Bogason skrifar

Að morgni dags eftir stóran hvell
Ásgeir Friðgeirsson skrifar

Tökum gagnadrifnar ákvarðanir þegar kemur að fræðslu og þjálfun í fyrirtækjum og stofnunum
Eva Karen Þórðardóttir skrifar

Lið fyrir lið
Willum Þór Þórsson skrifar

Í kjólinn fyrir jólin 2028
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Lesfimleikar þingmanns
Heiða María Sigurðardóttir skrifar

Félagslegt ofbeldi barnaverndar
Sara Pálsdóttir skrifar

Neyslurýmið Ylja þarf nýtt húsnæði strax
Marín Þórsdóttir skrifar

Afritum tapformúlu!
Sæþór Randalsson skrifar

Máttur örkærleika í daglegu lífi
Ingrid Kuhlman skrifar

Mun ríkisstjórn standa við áform um fjármögnun háskóla?
Magnús Karl Magnússon skrifar

Landsnetið okkar
Stefán Georgsson skrifar

Gamla hjólið þitt getur glatt barn
Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar

Af virðingu við leikskólakennara og foreldra
Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar

Strandveiðar eitt skref áfram, tvö afturábak
Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar

„Eftir mig, flóðið” – umhverfismál og eldra fólk
Halldór Reynisson skrifar

Gervigreind og hugvísindi
Gauti Kristmannsson skrifar

Húsaleiga hefur hækkað tvöfalt meira en verðlag, ..sem er furðu gott!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson skrifar