Vald og ábyrgð Hörður Ægisson skrifar 28. júní 2019 08:00 Skiptir hæfni í mannlegum samskiptum máli við mat á hæfni umsækjenda til að stýra einni mikilvægustu stofnun landsins? Að mati hæfisnefndar um embætti seðlabankastjóra virðist svo ekki vera. Sérstaklega var kveðið á um í skipunarbréfi hennar að hún skyldi meta hæfni umsækjenda í mannlegum samskiptum. Í drögum að niðurstöðum nefndarinnar, sem fjallað er um í Fréttablaðinu í dag, kemur hins vegar fram að hún hafi einungis stuðst við viðtöl nefndarmanna við tólf umsækjendur við mat á þessum þætti. „Í viðtölunum komu allir umsækjendur vel fyrir og er á grundvelli þeirra ekki forsenda til að gera upp á milli þeirra,“ segir í umsögninni. Svo mörg voru þau orð. Útilokað er að slík vinnubrögð, sem endurspegla ágætlega það fúsk sem einkennir alla vinnu nefndarinnar, væru viðhöfð þegar seðlabankastjórar í okkar nágrannaríkjum eru skipaðir. Minnst sjö af þeim átta umsækjendum sem voru ekki metnir mjög vel hæfir til að gegna embættinu sáu ástæðu til að andmæla mati nefndarinnar. Gagnrýni þeirra er í meginatriðum efnislega sú hin sama. Þeir telja verulega vankanta á allri málsmeðferð hæfisnefndarinnar og furða sig á því að hún hafi ekki tekið til greina þær viðamiklu breytingar sem verða á eðli starfsins við sameiningu Seðlabankans og FME. Það sé því áleitin spurning hvort nokkurt mark sé takandi á hæfnismatinu. Framkvæmd nefndarinnar á hæfnismatinu ber þess merki að vinnan hafi mestanpart verið í skötulíki. Í gagnrýni umsækjenda er bent á að nefndin hafi lagt huglægt og óskiljanlegt mat á stjórnunarhæfileika – enginn greinarmunur er gerður á reynslu stjórnenda sem höfðu mannaforráð og hins vegar setu í stjórnum í opinberum stofnunum – þar sem starfsferilskrár hafi verið teknar gildar án rannsóknar á því hvort fyrri störf hafi í raun krafist stjórnunarhæfileika. Umsækjendur gátu því í raun, eins og einn nefnir, sagt hvað sem er um sjálfa sig. Allt er þetta með miklum ólíkindum. Vald og ábyrgð eiga að haldast í hendur. Mikilvægt er að ráðherra hafi af þeim sökum nægjanlegt svigrúm við mat á því hver eigi að veljast í starf seðlabankastjóra. Þau vinnubrögð sem hafa verið viðhöfð við mat á hæfni umsækjenda um þetta valdamikla og krefjandi embætti, og hafa nú verið opinberuð, eru einn allsherjar áfellisdómur yfir störfum nefndarinnar. Settar hafa verið fram málefnalegar röksemdir um að hæfisnefndin hafi ekki gætt jafnræðis, ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni í skilningi stjórnsýslulaga og sömuleiðis ekki framkvæmt heildstæðan samanburð á umsækjendum. Þau rök kalla á viðbrögð, og eins pólitískan kjark, í því skyni að tryggja að nefndin fari ekki út fyrir sitt lögbundna hlutverk, sem hún hefur gert, og sinni sínum skyldum. Forsætisráðherra, í samráði við forystumenn ríkisstjórnarinnar, þarf að taka þá nauðsynlegu ákvörðun að setja hæfnismat nefndarinnar að mestu til hliðar og ráðuneytið framkvæmi þess í stað sitt eigið sjálfstæða mat á hæfni umsækjenda. Ráðherra á fárra annarra kosta völ. Það er óhugsandi að niðurstaða nefndarinnar, sem fer ekki með skipunarvaldið og hefur jafnframt misst allan trúverðugleika, verði að óbreyttu ein höfð til grundvallar við þessa stóru og mikilvægu ákvörðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Skiptir hæfni í mannlegum samskiptum máli við mat á hæfni umsækjenda til að stýra einni mikilvægustu stofnun landsins? Að mati hæfisnefndar um embætti seðlabankastjóra virðist svo ekki vera. Sérstaklega var kveðið á um í skipunarbréfi hennar að hún skyldi meta hæfni umsækjenda í mannlegum samskiptum. Í drögum að niðurstöðum nefndarinnar, sem fjallað er um í Fréttablaðinu í dag, kemur hins vegar fram að hún hafi einungis stuðst við viðtöl nefndarmanna við tólf umsækjendur við mat á þessum þætti. „Í viðtölunum komu allir umsækjendur vel fyrir og er á grundvelli þeirra ekki forsenda til að gera upp á milli þeirra,“ segir í umsögninni. Svo mörg voru þau orð. Útilokað er að slík vinnubrögð, sem endurspegla ágætlega það fúsk sem einkennir alla vinnu nefndarinnar, væru viðhöfð þegar seðlabankastjórar í okkar nágrannaríkjum eru skipaðir. Minnst sjö af þeim átta umsækjendum sem voru ekki metnir mjög vel hæfir til að gegna embættinu sáu ástæðu til að andmæla mati nefndarinnar. Gagnrýni þeirra er í meginatriðum efnislega sú hin sama. Þeir telja verulega vankanta á allri málsmeðferð hæfisnefndarinnar og furða sig á því að hún hafi ekki tekið til greina þær viðamiklu breytingar sem verða á eðli starfsins við sameiningu Seðlabankans og FME. Það sé því áleitin spurning hvort nokkurt mark sé takandi á hæfnismatinu. Framkvæmd nefndarinnar á hæfnismatinu ber þess merki að vinnan hafi mestanpart verið í skötulíki. Í gagnrýni umsækjenda er bent á að nefndin hafi lagt huglægt og óskiljanlegt mat á stjórnunarhæfileika – enginn greinarmunur er gerður á reynslu stjórnenda sem höfðu mannaforráð og hins vegar setu í stjórnum í opinberum stofnunum – þar sem starfsferilskrár hafi verið teknar gildar án rannsóknar á því hvort fyrri störf hafi í raun krafist stjórnunarhæfileika. Umsækjendur gátu því í raun, eins og einn nefnir, sagt hvað sem er um sjálfa sig. Allt er þetta með miklum ólíkindum. Vald og ábyrgð eiga að haldast í hendur. Mikilvægt er að ráðherra hafi af þeim sökum nægjanlegt svigrúm við mat á því hver eigi að veljast í starf seðlabankastjóra. Þau vinnubrögð sem hafa verið viðhöfð við mat á hæfni umsækjenda um þetta valdamikla og krefjandi embætti, og hafa nú verið opinberuð, eru einn allsherjar áfellisdómur yfir störfum nefndarinnar. Settar hafa verið fram málefnalegar röksemdir um að hæfisnefndin hafi ekki gætt jafnræðis, ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni í skilningi stjórnsýslulaga og sömuleiðis ekki framkvæmt heildstæðan samanburð á umsækjendum. Þau rök kalla á viðbrögð, og eins pólitískan kjark, í því skyni að tryggja að nefndin fari ekki út fyrir sitt lögbundna hlutverk, sem hún hefur gert, og sinni sínum skyldum. Forsætisráðherra, í samráði við forystumenn ríkisstjórnarinnar, þarf að taka þá nauðsynlegu ákvörðun að setja hæfnismat nefndarinnar að mestu til hliðar og ráðuneytið framkvæmi þess í stað sitt eigið sjálfstæða mat á hæfni umsækjenda. Ráðherra á fárra annarra kosta völ. Það er óhugsandi að niðurstaða nefndarinnar, sem fer ekki með skipunarvaldið og hefur jafnframt misst allan trúverðugleika, verði að óbreyttu ein höfð til grundvallar við þessa stóru og mikilvægu ákvörðun.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar