Körfubolti

Kristófer: Gott gigg að vera atvinnumaður á Íslandi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kristófer Acox í leik með KR.
Kristófer Acox í leik með KR. vísir/ernir
Landsliðsmaðurinn Kristófer Acox segir að sér hafi leiðst í atvinnumennsku í Frakklandi og því hafi hann ákveðið að koma aftur heim í KR.

„Umgjörðin og umfjöllunin hérna heima um körfuboltann er komin upp á annað level. Að vera atvinnumaður á Íslandi er alveg gott gigg. Þú getur haft það mjög fínt,“ segir Kristófer í þættinum GYM sem sýndur er á Stöð 2.

„Helsti munurinn að vera úti eða heima er að hérna heima er maður líka að vinna. Í Frakklandi var ég bara að æfa. Maður er mikið einn og að bíða eftir næstu æfingu. Umhverfið skiptir miklu máli þar sem maður er að spila. Þar sem ég var að spila í Frakklandi fannst mér ekkert spes. Mér leiddist mjög mikið.“

Sjá má hluta af þættinum hér að neðan.



Klippa: GYM: Kristófer um atvinnumennskuna

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×