Reykjavíkurlistinn 25 ára Dagur B. Eggertsson skrifar 13. júní 2019 08:00 Í dag eru 25 ár liðin frá því að Reykjavíkurlistinn tók við stjórn Reykjavíkurborgar. Það var á þessum degi fyrir aldarfjórðungi þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varð borgarstjóri og ferskir vindar léku um Ráðhús Reykjavíkur. Reykjavíkurlistinn var framboð félagshyggjufólks sem upphaflega kom úr fjórum mismunandi stjórnmálaflokkum. Það var ungt fólk og grasrót flokkanna sem gerði Reykjavíkurlistann að veruleika. Stjórnmálamenningin sem framboðið skapaði grundvallaðist á umræðustjórnmálum. Það reyndist styrkur en ekki veikleiki að leita lausna og samkomulags með samtali og samráði í stað valdboðs. Framboðið bauð fram og sigraði í þrennum borgarstjórnarkosningum og gjörbreytti borginni og pólitísku landslagi í landinu. Flokkarnir sem að baki voru náðu hins vegar ekki saman um sameiginlegt framboð árið 2006 og var Reykjavíkurlistinn því lagður niður án þess að tapa nokkurn tímann kosningum. Ég skora á alla sem muna árið 1994 að hugsa til baka til borgarinnar eins og hún var þá. Reykjavíkurlistinn færði borgina til nútímans. Á fyrstu tveimur kjörtímabilum hans jókst hlutfall barna með leikskólapláss í Reykjavík úr 30% úr 80%. Þetta var einfaldlega bylting. Hlutur kvenna í stjórnunarstöðum óx úr 10% 1994 í 50% 2002. Launamunur kynjanna var varla til sem hugtak. Í tíð Reykjavíkurlistans var hann kortlagður og gripið til aðgerða svo hann dróst markvisst saman. Kvenfrelsi og femínismi varð sjálfsagður meginstraumur í stjórnmálunum.Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri á fyrsta vinnudegi. Jón G.Tómasson skrifstofustjóri tekur á móti henni.Umhverfismál fengu aukna athygli, strandlengjan var hreinsuð og hafin lagning hjólastíga. Stefnunni var sveigt frá bílaborg að grænni lífsgæðaborg. Grunnskólinn var einsetinn. Reykjavíkurlistinn kom upp skólamötuneytum með heitum mat í hverjum skóla sem þekktust ekki áður. Frístundaheimili eftir skólatíma voru stofnuð og breiddust út um alla borg. Á fáum sviðum hefur uppbyggingin verið jafn umfangsmikil og á íþróttasviðinu, hvort sem litið er á íþróttahús, gervigrasvelli, fimleikaaðstöðu eða sund. Börn voru sett í fyrsta sæti og forvarnir ungs fólk í forgang. Gríðarlegur árangur náðist. Reykjavíkurlistinn gjörbreytti þjónustu við borgarbúa, efldi velferðarþjónustu og færði hana nær íbúum með því að setja upp þjónustumiðstöðvar í öllum hverfi og stofnun hverfaráða. Með nútímavæðingu borgarinnar og gagngerri tiltekt breytti Reykjavíkurlistinn borgarkerfinu þar sem skýrum leikreglum var fylgt og fagleg vinnubrögð voru iðkuð. Gagnsæjar leikreglur og útboð komu í stað flokksskírteina. Síðast en ekki síst var grettistaki lyft í menningarmálum með Listasafni Reykjavíkur, Hörpu og eflingu menningarstofnana borgarinnar. Hnignun miðborgarinnar var snúið við, aðdráttarafl borgarinnar aukið og borgarbragurinn er orðinn alþjóðlegri. Við þessi tímamót í íslenskri stjórnmálasögu er vert að staldra við. Á þeim 25 árum frá því að Ingibjörg Sólrún tók við lyklunum að ráðhúsinu hefur Reykjavík vaxið og dafnað hraðar og er nú öflugri en nokkru sinni. Borgin hefur aldrei verið eins skemmtileg, fjölbreytt, kraftmikil og eftirsótt. Reykjavík er grænni en nokkru sinni, framsæknari og réttlátari. Þetta eigum við frumkvöðlunum sem stóðu að stofnun Reykjavíkurlistans að þakka. Til hamingju með daginn!Höfundur er borgarstjóri Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dagur B. Eggertsson Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Í dag eru 25 ár liðin frá því að Reykjavíkurlistinn tók við stjórn Reykjavíkurborgar. Það var á þessum degi fyrir aldarfjórðungi þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varð borgarstjóri og ferskir vindar léku um Ráðhús Reykjavíkur. Reykjavíkurlistinn var framboð félagshyggjufólks sem upphaflega kom úr fjórum mismunandi stjórnmálaflokkum. Það var ungt fólk og grasrót flokkanna sem gerði Reykjavíkurlistann að veruleika. Stjórnmálamenningin sem framboðið skapaði grundvallaðist á umræðustjórnmálum. Það reyndist styrkur en ekki veikleiki að leita lausna og samkomulags með samtali og samráði í stað valdboðs. Framboðið bauð fram og sigraði í þrennum borgarstjórnarkosningum og gjörbreytti borginni og pólitísku landslagi í landinu. Flokkarnir sem að baki voru náðu hins vegar ekki saman um sameiginlegt framboð árið 2006 og var Reykjavíkurlistinn því lagður niður án þess að tapa nokkurn tímann kosningum. Ég skora á alla sem muna árið 1994 að hugsa til baka til borgarinnar eins og hún var þá. Reykjavíkurlistinn færði borgina til nútímans. Á fyrstu tveimur kjörtímabilum hans jókst hlutfall barna með leikskólapláss í Reykjavík úr 30% úr 80%. Þetta var einfaldlega bylting. Hlutur kvenna í stjórnunarstöðum óx úr 10% 1994 í 50% 2002. Launamunur kynjanna var varla til sem hugtak. Í tíð Reykjavíkurlistans var hann kortlagður og gripið til aðgerða svo hann dróst markvisst saman. Kvenfrelsi og femínismi varð sjálfsagður meginstraumur í stjórnmálunum.Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri á fyrsta vinnudegi. Jón G.Tómasson skrifstofustjóri tekur á móti henni.Umhverfismál fengu aukna athygli, strandlengjan var hreinsuð og hafin lagning hjólastíga. Stefnunni var sveigt frá bílaborg að grænni lífsgæðaborg. Grunnskólinn var einsetinn. Reykjavíkurlistinn kom upp skólamötuneytum með heitum mat í hverjum skóla sem þekktust ekki áður. Frístundaheimili eftir skólatíma voru stofnuð og breiddust út um alla borg. Á fáum sviðum hefur uppbyggingin verið jafn umfangsmikil og á íþróttasviðinu, hvort sem litið er á íþróttahús, gervigrasvelli, fimleikaaðstöðu eða sund. Börn voru sett í fyrsta sæti og forvarnir ungs fólk í forgang. Gríðarlegur árangur náðist. Reykjavíkurlistinn gjörbreytti þjónustu við borgarbúa, efldi velferðarþjónustu og færði hana nær íbúum með því að setja upp þjónustumiðstöðvar í öllum hverfi og stofnun hverfaráða. Með nútímavæðingu borgarinnar og gagngerri tiltekt breytti Reykjavíkurlistinn borgarkerfinu þar sem skýrum leikreglum var fylgt og fagleg vinnubrögð voru iðkuð. Gagnsæjar leikreglur og útboð komu í stað flokksskírteina. Síðast en ekki síst var grettistaki lyft í menningarmálum með Listasafni Reykjavíkur, Hörpu og eflingu menningarstofnana borgarinnar. Hnignun miðborgarinnar var snúið við, aðdráttarafl borgarinnar aukið og borgarbragurinn er orðinn alþjóðlegri. Við þessi tímamót í íslenskri stjórnmálasögu er vert að staldra við. Á þeim 25 árum frá því að Ingibjörg Sólrún tók við lyklunum að ráðhúsinu hefur Reykjavík vaxið og dafnað hraðar og er nú öflugri en nokkru sinni. Borgin hefur aldrei verið eins skemmtileg, fjölbreytt, kraftmikil og eftirsótt. Reykjavík er grænni en nokkru sinni, framsæknari og réttlátari. Þetta eigum við frumkvöðlunum sem stóðu að stofnun Reykjavíkurlistans að þakka. Til hamingju með daginn!Höfundur er borgarstjóri Reykjavíkur.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun