Plastið flutt til útlanda Bryndís Haraldsdóttir skrifar 13. júní 2019 08:30 Árið 2050 er útlit fyrir að meira verði af plasti í sjónum en af fiskum. Staðreynd sem er hrollvekjandi og minnir á nauðsyn þess að brugðist verði við þessari umhverfisvá. Við þurfum að hreyfa okkur hraðar, plast og annar úrgangur á hafi úti er að verða stærsta umhverfismál samtímans. Sem betur fer er heimurinn að vakna. Umhverfisstofnun réðst nýlega í verkefni undir merkjum Inspired by Iceland þar sem erlendir ferðamenn eru hvattir til að drekka íslensku lúxusvöruna kranavatnið. Verkefnið er frábært enda hefur mér löngum þótt óþolandi að fylgjast með ferðamönnum kaupa vatn í plastflöskum á uppsprengdu verði með tilheyrandi sóun á plasti. Á hverri mínútu eru um milljón plastflöskur keyptar í heiminum – brot þeirra skilar sér í endurvinnslu. Plastflöskur sem voru seldar árið 2016 voru í raun svo margar að ef þú raðaðir þeim hverri ofan á aðra næði plastlengjan hálfa leið til sólarinnar. Og aðeins sjö prósent leiðarinnar skilaði sér í endurvinnslu! Plast er ekki alslæmt, það er frábær uppfinning og hefur t.a.m. komið í veg fyrir mikla matarsóun og nýst vel í læknavísindum svo dæmi séu tekin. Að lýsa plastinu stríði á hendur er þess vegna öfgafullt. En við þurfum ekki á öllu því plasti sem við notum í dag að halda, og eigum að leggja okkur fram við að skila öllu plasti sem við notum til endurvinnslu. Hvert og eitt okkar getur lagt sitt af mörkum en það stendur á hinu opinbera að huga að heildstæðum lausnum til endurvinnslu á plasti hér á landi þar sem m.a. er horft til kolefnisfótspors. Allt plast sem safnast til endurvinnslu frá íslenskum heimilum og fyrirtækjum er í dag flutt til annarra ríkja, ef frá er talið rúllubaggaplast sem er í dag endurunnið af íslensku nýsköpunarfyrirtæki. Markaður fyrir plast og aðrar endurunnar vörur hefur verið stopull og á síðustu misserum hefur mikið af plastinu farið til brennslu, með tilheyrandi áhrifum á umhverfið. Mikið af plasti sem ætlað er til endurvinnslu í heiminum endar í hafinu og því virðist eftirliti með endursölumörkuðum með plast vera ábótavant. Úr þessu verður að bæta, hreint og óspillt haf og líferni er hagsmunamál Íslendinga dagsins í dag og framtíðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bryndís Haraldsdóttir Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Árið 2050 er útlit fyrir að meira verði af plasti í sjónum en af fiskum. Staðreynd sem er hrollvekjandi og minnir á nauðsyn þess að brugðist verði við þessari umhverfisvá. Við þurfum að hreyfa okkur hraðar, plast og annar úrgangur á hafi úti er að verða stærsta umhverfismál samtímans. Sem betur fer er heimurinn að vakna. Umhverfisstofnun réðst nýlega í verkefni undir merkjum Inspired by Iceland þar sem erlendir ferðamenn eru hvattir til að drekka íslensku lúxusvöruna kranavatnið. Verkefnið er frábært enda hefur mér löngum þótt óþolandi að fylgjast með ferðamönnum kaupa vatn í plastflöskum á uppsprengdu verði með tilheyrandi sóun á plasti. Á hverri mínútu eru um milljón plastflöskur keyptar í heiminum – brot þeirra skilar sér í endurvinnslu. Plastflöskur sem voru seldar árið 2016 voru í raun svo margar að ef þú raðaðir þeim hverri ofan á aðra næði plastlengjan hálfa leið til sólarinnar. Og aðeins sjö prósent leiðarinnar skilaði sér í endurvinnslu! Plast er ekki alslæmt, það er frábær uppfinning og hefur t.a.m. komið í veg fyrir mikla matarsóun og nýst vel í læknavísindum svo dæmi séu tekin. Að lýsa plastinu stríði á hendur er þess vegna öfgafullt. En við þurfum ekki á öllu því plasti sem við notum í dag að halda, og eigum að leggja okkur fram við að skila öllu plasti sem við notum til endurvinnslu. Hvert og eitt okkar getur lagt sitt af mörkum en það stendur á hinu opinbera að huga að heildstæðum lausnum til endurvinnslu á plasti hér á landi þar sem m.a. er horft til kolefnisfótspors. Allt plast sem safnast til endurvinnslu frá íslenskum heimilum og fyrirtækjum er í dag flutt til annarra ríkja, ef frá er talið rúllubaggaplast sem er í dag endurunnið af íslensku nýsköpunarfyrirtæki. Markaður fyrir plast og aðrar endurunnar vörur hefur verið stopull og á síðustu misserum hefur mikið af plastinu farið til brennslu, með tilheyrandi áhrifum á umhverfið. Mikið af plasti sem ætlað er til endurvinnslu í heiminum endar í hafinu og því virðist eftirliti með endursölumörkuðum með plast vera ábótavant. Úr þessu verður að bæta, hreint og óspillt haf og líferni er hagsmunamál Íslendinga dagsins í dag og framtíðarinnar.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun