Framfaraskref fyrir innflytjendur Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 14. júní 2019 07:00 Alþingi samþykkti í vikunni þingsályktunartillögu um að komið verði á fót ráðgjafarstofu fyrir innflytjendur. Auk mín voru á tillögunni fleiri úr þingflokki Vinstri grænna. Það er mikið ánægjuefni að málið hafi náð í gegn, en nú bíður ráðherra félagsmála að útfæra tillöguna betur og hvernig að ráðgjafarstofunni verði best staðið. Í þeirri vinnu er gríðarlega mikilvægt að vera í sem bestu samstarfi við þau sem að málaflokknum koma. Það að taka sig upp og setjast að í nýju samfélagi getur verið erfitt, sama af hvaða völdum það er. Fólk sem finnur sig statt í nýju umhverfi, þekkir ekki réttindi sín og skyldur, hvernig það best getur komið sér fyrir í nýju samfélagi. Það að hjálpa fólki við þær aðstæður er því sjálfsagt mál. Ráðgjafarstofa innflytjenda mun einmitt gera það, vera gátt inn í nýtt samfélag fyrir fólk sem af einhverjum ástæðum hefur ákveðið að setjast hér að, til skemmri eða lengri tíma. Nógu erfitt getur verið fyrir okkur sjálf að vita hvert best er að snúa sér í hinum ýmsu aðstæðum, hvað þá þegar maður talar ekki tungumálið og þarf að sækja sér þjónustu eða er í atvinnuleit. Okkur, sem höfum dvalið langdvölum hér á landi og sum jafnvel frá fæðingu, getur reynst erfitt að skilja það regluverk sem hið opinbera hefur sett utan um líf okkar. Það er ennþá flóknara fyrir fólk sem er nýtt í samfélaginu. Þetta þekkja þau sem hafa dvalið í öðrum löndum, í dag eru um 47 þúsund Íslendingar til dæmis búsettir í öðrum löndum en Íslandi. Þeir lesendur sem það hafa reynt geta velt því fyrir sér hvort ekki hefði verið gott að geta sótt þjónustu í álíka stofnun og einhver hafa kannski gert það, því þær eru víða til. Því meira sem flækjustigið verður, því meira sem fólk þarf að fara af einum stað á annan og jafnvel fara bónleitt til búðar því það er ekki á réttum stað, því verr líður fólki. Skilvirknin er svo annað mál, en fyrst og fremst eigum við að hugsa út frá líðan fólks. Afi minn og amma kenndu mér að taka vel á móti gestum, það á enn frekar við um innflytjendur. Því það er fólk sem hefur ákveðið að sækjast eftir því að vera hluti af okkar samfélagi. Bjóðum það velkomið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Innflytjendamál Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Alþingi samþykkti í vikunni þingsályktunartillögu um að komið verði á fót ráðgjafarstofu fyrir innflytjendur. Auk mín voru á tillögunni fleiri úr þingflokki Vinstri grænna. Það er mikið ánægjuefni að málið hafi náð í gegn, en nú bíður ráðherra félagsmála að útfæra tillöguna betur og hvernig að ráðgjafarstofunni verði best staðið. Í þeirri vinnu er gríðarlega mikilvægt að vera í sem bestu samstarfi við þau sem að málaflokknum koma. Það að taka sig upp og setjast að í nýju samfélagi getur verið erfitt, sama af hvaða völdum það er. Fólk sem finnur sig statt í nýju umhverfi, þekkir ekki réttindi sín og skyldur, hvernig það best getur komið sér fyrir í nýju samfélagi. Það að hjálpa fólki við þær aðstæður er því sjálfsagt mál. Ráðgjafarstofa innflytjenda mun einmitt gera það, vera gátt inn í nýtt samfélag fyrir fólk sem af einhverjum ástæðum hefur ákveðið að setjast hér að, til skemmri eða lengri tíma. Nógu erfitt getur verið fyrir okkur sjálf að vita hvert best er að snúa sér í hinum ýmsu aðstæðum, hvað þá þegar maður talar ekki tungumálið og þarf að sækja sér þjónustu eða er í atvinnuleit. Okkur, sem höfum dvalið langdvölum hér á landi og sum jafnvel frá fæðingu, getur reynst erfitt að skilja það regluverk sem hið opinbera hefur sett utan um líf okkar. Það er ennþá flóknara fyrir fólk sem er nýtt í samfélaginu. Þetta þekkja þau sem hafa dvalið í öðrum löndum, í dag eru um 47 þúsund Íslendingar til dæmis búsettir í öðrum löndum en Íslandi. Þeir lesendur sem það hafa reynt geta velt því fyrir sér hvort ekki hefði verið gott að geta sótt þjónustu í álíka stofnun og einhver hafa kannski gert það, því þær eru víða til. Því meira sem flækjustigið verður, því meira sem fólk þarf að fara af einum stað á annan og jafnvel fara bónleitt til búðar því það er ekki á réttum stað, því verr líður fólki. Skilvirknin er svo annað mál, en fyrst og fremst eigum við að hugsa út frá líðan fólks. Afi minn og amma kenndu mér að taka vel á móti gestum, það á enn frekar við um innflytjendur. Því það er fólk sem hefur ákveðið að sækjast eftir því að vera hluti af okkar samfélagi. Bjóðum það velkomið.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun