Golf

Fór holu í höggi á einu stærsta móti ársins | Myndband

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sabbatini gat farið sáttur á koddann í gær.
Sabbatini gat farið sáttur á koddann í gær. vísir/getty

Rory Sabbatini er ekki þekktasti kylfingurinn í bransanum en hann gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á US Open sem fer fram á Pebble Beach vellinum í Kaliforníu um helgina.

Royr er Suður-Afríkumaður sem er fæddur 1976 en en hann varð meðal annars í öðru sætinu á Masters-mótinu árið 2007.

Á tólftu holu gerði hann sér lítið fyrir og sló holu í höggi. Holan er par þrjú hola en högg Rory skoppaði tvisvar áður en boltinn endaði ofan í holunni.

Rory er í 58. sætinu á mótinu en hann lék hringinn alls á einu höggi yfir pari.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.