Golf

Fór holu í höggi á einu stærsta móti ársins | Myndband

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sabbatini gat farið sáttur á koddann í gær.
Sabbatini gat farið sáttur á koddann í gær. vísir/getty
Rory Sabbatini er ekki þekktasti kylfingurinn í bransanum en hann gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á US Open sem fer fram á Pebble Beach vellinum í Kaliforníu um helgina.Royr er Suður-Afríkumaður sem er fæddur 1976 en en hann varð meðal annars í öðru sætinu á Masters-mótinu árið 2007.Á tólftu holu gerði hann sér lítið fyrir og sló holu í höggi. Holan er par þrjú hola en högg Rory skoppaði tvisvar áður en boltinn endaði ofan í holunni.Rory er í 58. sætinu á mótinu en hann lék hringinn alls á einu höggi yfir pari.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.