Spieth lét kylfusveininn heyra það Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. júní 2019 14:30 Jordan Spieth var í vandræðum í gær vísir/getty Jordan Spieth er í baráttunni um að sleppa í gegnum niðurskurðinn á Opna bandaríska risamótinu í golfi eftir erfiðan fyrsta hring. Hann tók reiði sína út á kylfusveininum í gær. Spieth hefur ekki unnið golfmót síðan hann vann Opna breska risamótið í júlí 2017. Hann byrjaði vel á fyrsta hring á Pebble Beach vellinum í gær með fugli á annari holu en hann fór illa með holu 6, sem er par fimm hola, og fékk skolla á henni og tvo skolla á áttundu og níundu holu. Á áttundu holu gerði hann tvö stór mistök. Upphafshöggið var of fast, fór yfir brautina og rann ofan í vatnið. Þriðja höggið inn á flötina var aftur of fast og fór djúpt í kargann við hliðina á flötinn. Spieth var augljóslega pirraður og hann heyrðist vel taka reiði sína út á kylfusveininum Michael Greller í sjónvarpsútsendingunni í Bandaríkjunum.Jordan Spieth just completely called out his caddie on national TV. Whether the caddie misjudged it or not, that's a bush league move. At the end of the day, you're the one hitting the golf ball.#USOpenpic.twitter.com/lFSYQSGrvR — Danny Vietti (@DannyVietti) June 13, 2019 „Tvö fullkomin skot Michael. Þú komst mér í vatnið með einu og yfir flötina með hinu,“ á Spieth að hafa sagt. Hinn 25 ára Spieth náði að koma sér aftur á rétta braut, fór seinni níu skollalausar og náði í einn fugl, kláraði því hringinn á einu höggi yfir pari. Spieth hefur fengið nokkra gagnrýni fyrir þessi viðbrögð sín og svaraði fyrir sig í viðtali eftir hringinn. „Þegar þú hittir tvö skot nákvæmlega eins og þú vilt og eitt þeirra endar í vatninu og hitt yfir flötina, þá verð ég pirraður að við sem lið gátum ekki komið í veg fyrir að þetta gerðist,“ sagði Spieth. „Ég leit kannski út eins og vondi karlinn en ég vil að við séum í leik ef ég hitti boltann almennilega. En ég var úr leik í báðum þessum skotum.“ Spieth er jafn í 58. - 76. sæti fyrir annan hring, niðurskurðarlínan er oftast í kringum 70. sæti svo Spieth þarf að passa sig á öðrum hring svo hann fái að vera með út mótið. Bein útsending frá öðrum hring hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Golf. Golf Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Sjá meira
Jordan Spieth er í baráttunni um að sleppa í gegnum niðurskurðinn á Opna bandaríska risamótinu í golfi eftir erfiðan fyrsta hring. Hann tók reiði sína út á kylfusveininum í gær. Spieth hefur ekki unnið golfmót síðan hann vann Opna breska risamótið í júlí 2017. Hann byrjaði vel á fyrsta hring á Pebble Beach vellinum í gær með fugli á annari holu en hann fór illa með holu 6, sem er par fimm hola, og fékk skolla á henni og tvo skolla á áttundu og níundu holu. Á áttundu holu gerði hann tvö stór mistök. Upphafshöggið var of fast, fór yfir brautina og rann ofan í vatnið. Þriðja höggið inn á flötina var aftur of fast og fór djúpt í kargann við hliðina á flötinn. Spieth var augljóslega pirraður og hann heyrðist vel taka reiði sína út á kylfusveininum Michael Greller í sjónvarpsútsendingunni í Bandaríkjunum.Jordan Spieth just completely called out his caddie on national TV. Whether the caddie misjudged it or not, that's a bush league move. At the end of the day, you're the one hitting the golf ball.#USOpenpic.twitter.com/lFSYQSGrvR — Danny Vietti (@DannyVietti) June 13, 2019 „Tvö fullkomin skot Michael. Þú komst mér í vatnið með einu og yfir flötina með hinu,“ á Spieth að hafa sagt. Hinn 25 ára Spieth náði að koma sér aftur á rétta braut, fór seinni níu skollalausar og náði í einn fugl, kláraði því hringinn á einu höggi yfir pari. Spieth hefur fengið nokkra gagnrýni fyrir þessi viðbrögð sín og svaraði fyrir sig í viðtali eftir hringinn. „Þegar þú hittir tvö skot nákvæmlega eins og þú vilt og eitt þeirra endar í vatninu og hitt yfir flötina, þá verð ég pirraður að við sem lið gátum ekki komið í veg fyrir að þetta gerðist,“ sagði Spieth. „Ég leit kannski út eins og vondi karlinn en ég vil að við séum í leik ef ég hitti boltann almennilega. En ég var úr leik í báðum þessum skotum.“ Spieth er jafn í 58. - 76. sæti fyrir annan hring, niðurskurðarlínan er oftast í kringum 70. sæti svo Spieth þarf að passa sig á öðrum hring svo hann fái að vera með út mótið. Bein útsending frá öðrum hring hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Golf.
Golf Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Sjá meira