Golf

Woodland heldur forystunni en Rose sækir á

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Woodland fagnar vel heppnuðu höggi.
Woodland fagnar vel heppnuðu höggi. vísir/getty
Justin Rose er aðeins einu höggi á eftir Gary Woodland fyrir lokahringinn á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi.



Rose, sem vann Opna bandaríska 2013, fékk fimm fugla á þriðja hringnum í gær og lék á þremur höggum undir pari.

Hann er samtals á tíu höggum undir pari, einu höggi á eftir forystusauðnum Woodland. Bandaríkjamaðurinn lék þriðja hringinn á þremur höggum undir pari og gerði nóg til að halda forystunni fyrir lokahringinn.

Woodland, sem er 35 ára Bandaríkjamaður, hefur aldrei unnið risamót á ferlinum og aldrei endað meðal 20 efstu á Opna bandaríska.



Brooks Koepka, sem vann Opna bandaríska 2017 og 2018, er í 3. sæti á sjö höggum undir pari ásamt Chez Reavie og Louis Oosthuzien.





Norður-Írinn Rory McIlroy er í 6. sæti á sex höggum undir pari. Englendingurinn Danny Willett lék manna best í gær, á fjórum höggum undir pari. Hann er í 9. sæti ásamt sigurvegaranum frá 2010, Greame McDowell.

Tiger Woods fékk fimm fugla og fimm skolla á þriðja hringnum. Hann er í 27. sæti á pari.

Bein útsending á lokadegi Opna bandaríska hefst klukkan 18:30 á Stöð 2 Golf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×