Handbolti

Erlingur með Holland á EM í fyrsta skipti í sögunni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Erlingur er þjálfari karlaliðs íBV og hollenska landsliðsins
Erlingur er þjálfari karlaliðs íBV og hollenska landsliðsins vísir/vilhelm

Erlingur Richardsson stýrði Hollandi inn á EM í handbolta í fyrsta skipti í sögunni í dag.

Holland vann Lettland, sem hafði nú þegar tryggt sæti sitt á EM, 25-21 í lokaleik sínum í undankeppninni. Holland var 13-11 yfir í hálfleik og gaf Lettum ekki færi á því að jafna leikinn.

Sigurinn tryggði Hollendingum þriðja sætið í riðlinum en Holland var eitt fjögurra bestu liðanna í þriðja sæti og fer því inn í lokakeppni EM.

Pólland tryggði sæti sitt á EM með þriggja marka sigri á Ísrael. Sviss hélt öðru sætinu í riðli tvö þrátt fyrir eins marks tap gegn Serbíu. Serbar fylgja Svisslendingum þó á EM sem eitt af bestu liðunum í þriðja sæti.

Í riðli fimm var allt opið fyrir þessa lokaumferð, fyrir utan það að Finnar voru úr leik. Bosnía og Herzegóvína vann eins marks útisigur á Tékkum á meðan Hvítrússar unnu Finna 40-15. Öll liðin enduðu með átta stig og fara öll áfram á EM.

Svartfjallaland vann 27-21 sigur á Úkraínu og tryggði sér annað sæti í riðli 8 en Úkraínumenn fara áfram úr þriðja sætinu.

Þau 24 lið sem spila í lokakeppni EM í Noregi, Svíþjóð og Austurríki eru:

Austurríki
Bosnía og Herzegóvína
Hvíta-Rússland
Króatía
Tékkland
Danmörk
Spánn
Frakkland
Þýskaland
Ungverjaland
ÍSLAND
Lettland
Norður-Makedónía
Svartfjallaland
Holland
Noregur
Pólland
Portúgal
Rússland
Slóvenía
Serbía
Sviss
Svíþjóð
ÚkraínaAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.