Handbolti

Sumarsmellur Ingó og Gumma Tóta kveikti í Bjarka Má

Víkingur Goði Sigurðarson skrifar
Bjarki Már Elísson
Bjarki Már Elísson vísir/andri marinó
Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði í dag farseðil sinn inn á EM í handbolta 2020 með 32-22 sigri á Tyrkjum í Laugardalshöllinni. Bjarki Már Elísson var frábær í dag með 11 mörk úr 13 tilraunum.„Okkur langaði bara að fara með sigur inn í sumarfrí. Það var vont bragð í munninum eftir leikinn við Grikki. Við ætluðum okkur að fara með góða skapið inn í sumarfrí og við náðum því,” sagði Bjarki Már Elísson eftir leik dagsins. Bjarki Már spilaði bara í seinni hálfleik í dag en skoraði samt 11 mörk. En ætli hann hafi skorað svona mörg mörk í einum hálfleik áður?„Ég man ekki til þess. Þetta er ánægjulegt bara. Skemmtilegt að fá öll þessi auðveldu mörk, ég er mjög sáttur.”Mörg af þessum mörkum komu úr hraðaupphlaupum þar sem Viktor Gísli Hallgrímsson markmaður Íslands gaf boltann á Bjarka. Viktor var að verja vel og fann Bjarki oft á ferðinni. Bjarki var í stuði eftir að hafa heyrt góða tónlist í hálfleik. „Þegar hann ver boltann og sendir fram er það mjög gaman, annars ekki. Ég var búinn að segja við hann áður en seinni hálfleikurinn byrjaði að ég væri í stuði í dag. Ég var í stuði vegna þess að í hálfleik heyrði ég nýja sumarlagið með Kingó Veðurguð og Gumma Tóta. Þá sagði ég honum að vera tilbúinn að henda honum fram á mig og það var mjög gaman.”Arnór Þór Gunnarsson herbergisfélagi Bjarka í landsliðinu sagði skömmu áður í viðtali við Vísi að Bjarki hafi verið á sníkjunni í leik dagsins. Að vera á sníkjunni er að sníkja sér fram í skyndisóknir til að vera á undan vörninni tilbaka.„Já ég er sammála því. Ég lærða það af honum, hann er alltaf á sníkjunni sko. Ég er búinn að vera með honum í herbergi núna í 2 ár í landsliðinu. Ég er búinn að læra helstu brellurnar við að vera á sníkjunni hann er mjög góður í því.”
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.