Golf

Fyrsti sigur Woodland á risamóti

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Woodland smellir kossi á bikarinn.
Woodland smellir kossi á bikarinn. vísir/getty
Gary Woodland hrósaði sigri á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Þetta var fyrsti sigur Bandaríkjamannsins á risamóti á ferlinum. Fyrir Opna bandaríska um helgina var besti árangur hans á risamóti 6. sætið á PGA meistaramótinu í fyrra.



Woodland var með eins höggs forystu á Justin Rose fyrir lokahringinn. Rose náði sér ekki á strik í gær og lék lokahringinn á þremur höggum yfir pari.

Brooks Koepka, sem vann Opna bandaríska 2017 og 2018, byrjaði vel á lokahringnum og þjarmaði að Woodland.

Koepka fékk hins vegar aðeins einn fugl á seinni níu holunum og Woodland landaði sigrinum.

Bandaríkjamaðurinn lék á tveimur höggum undir pari í gær og samtals á 13 höggum undir pari, þremur höggum á undan Koepka.

Rose, Chez Reavie, Xander Schauffele og Jon Rahm voru jafnir í 3. sætinu á sjö höggum undir pari.

Tiger Woods lék á tveimur höggum undir pari í gær og endaði í 21. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×