Golf

Fyrsti sigur Woodland á risamóti

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Woodland smellir kossi á bikarinn.
Woodland smellir kossi á bikarinn. vísir/getty

Gary Woodland hrósaði sigri á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Þetta var fyrsti sigur Bandaríkjamannsins á risamóti á ferlinum. Fyrir Opna bandaríska um helgina var besti árangur hans á risamóti 6. sætið á PGA meistaramótinu í fyrra.


Woodland var með eins höggs forystu á Justin Rose fyrir lokahringinn. Rose náði sér ekki á strik í gær og lék lokahringinn á þremur höggum yfir pari.

Brooks Koepka, sem vann Opna bandaríska 2017 og 2018, byrjaði vel á lokahringnum og þjarmaði að Woodland.

Koepka fékk hins vegar aðeins einn fugl á seinni níu holunum og Woodland landaði sigrinum.

Bandaríkjamaðurinn lék á tveimur höggum undir pari í gær og samtals á 13 höggum undir pari, þremur höggum á undan Koepka.

Rose, Chez Reavie, Xander Schauffele og Jon Rahm voru jafnir í 3. sætinu á sjö höggum undir pari.
Tiger Woods lék á tveimur höggum undir pari í gær og endaði í 21. sæti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.