Enski boltinn

Ungu Englendingarnir köstuðu frá sér sigrinum í uppbótartíma

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik kvöldsins.
Úr leik kvöldsins. vísir/getty

Enska landsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri tapaði fyrsta leik sínum á EM U21 er liðið tapaði 2-1 fyrir Frakklandi en mótið er haldið á Ítalíu.

Það byrjaði vel fyrir England því í fyrri hálfleik klúðraði Mousse Dembele vítaspyrnu og mistókst því að koma Frökkunum yfir. Markalaust í hálfleik.

Phil Foden, leikmaður Englandsmeistara Manchester City, kom City yfir á 54. mínútu en átta mínútum síðar var Hamza Choudhury, leikmaður Leicester, sendur í sturtu.

Frakkarnir jöfnuðu hins vegar ekki fyrr en á Jonathan Ikone og á 94. mínútu varð Aaron-Wan Bissaka fyrir því óláni að skora sjálfsmark. 2-1 sigur Frakklands staðreynd.

Í sama riðli vann Rúmenía 4-1 sigur á Króatíu.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.