Viðskipti innlent

Frá Mogganum til Kjarnans

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eyrún Magnúsdóttir.
Eyrún Magnúsdóttir.

Eyrún Magnúsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Kjarnans. Hún hefur þegar hafið störf að því er Kjarninn greinir sjálfur frá.

Eyrún hefur verið umsjónarmaður og ritstjóri Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins undanfarin sjö ár. Þar áður sinnti hún ráðgjafarstörfum sem sneru meðal annars að verkefnastjórnun, markaðs- og útgáfumálum auk stefnumótunarvinnu.

Þá var hún einn stjórnenda Kastljós á árum sínum hjá RÚV frá 2004-2006. Hún er með BA-gráðu í hagfræði með sagnfræði sem aukagrein. Þá hefur hún lokið meistaranámi í stjórnun og stefnumótun frá viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Hjalti Harðarson gegndi stöðu framkvæmdastjóra Kjarnans til byrjunar árs 2018 þegar hann söðlaði um. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, hefur sinnt framkvæmdastjórastöðunni samhliða ritstjórnarstörfum síðan þá.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,84
50
304.659
BRIM
0,9
4
13.951
REITIR
0,54
6
97.741
EIM
0,53
3
22.430
MAREL
0,49
15
329.308

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,82
5
37.198
KVIKA
-1,49
6
94.217
ICESEA
-0,92
5
8.654
SYN
-0,91
3
26.200
HEIMA
-0,86
4
3.247
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.