Körfubolti

Sóllilja samdi við KR

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sóllilja er komin í svarthvítt
Sóllilja er komin í svarthvítt mynd/kr
Kvennalið KR í körfubolta heldur áfram að styrkja sig fyrir komandi tímabil í Domino's deild kvenna. Sóllilja Bjarnadóttir samdi í kvöld við KR.KR var nýliði í Domino's deildinni síðasta sumar en fór alla leið í undanúrslit þar sem liðið tapaði fyrir verðandi Íslandsmeisturum Vals.Sóllilja kemur til liðsins frá Breiðabliki þar sem hún skoraði 9,3 stig að meðaltali í leik. Hún gerir eins árs samning við Vesturbæjarliðið.Breiðablik féll úr Domino's deild kvenna á síðasta tímabili.KR er nú þegar búið að fá til sín landsliðskonuna Hildi Björgu Kjartansdóttur sem er að snúa aftur heim úr atvinnumennsku.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.