Körfubolti

Sóllilja samdi við KR

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sóllilja er komin í svarthvítt
Sóllilja er komin í svarthvítt mynd/kr

Kvennalið KR í körfubolta heldur áfram að styrkja sig fyrir komandi tímabil í Domino's deild kvenna. Sóllilja Bjarnadóttir samdi í kvöld við KR.

KR var nýliði í Domino's deildinni síðasta sumar en fór alla leið í undanúrslit þar sem liðið tapaði fyrir verðandi Íslandsmeisturum Vals.

Sóllilja kemur til liðsins frá Breiðabliki þar sem hún skoraði 9,3 stig að meðaltali í leik. Hún gerir eins árs samning við Vesturbæjarliðið.

Breiðablik féll úr Domino's deild kvenna á síðasta tímabili.

KR er nú þegar búið að fá til sín landsliðskonuna Hildi Björgu Kjartansdóttur sem er að snúa aftur heim úr atvinnumennsku.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.