Viðskipti innlent

Eaton seldi fyrir 1,1 milljarð í Símanum

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Sviptingar hafa verið í hluthafahópi Símans undanfarið.
Sviptingar hafa verið í hluthafahópi Símans undanfarið. Fréttablaðið/Anton Brink

Tveir sjóðir á vegum bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management seldu samanlagt um 2,6 prósenta hlut, jafnvirði tæplega 1,1 milljarðs króna, í Símanum í liðnum mánuði. Þetta má lesa út úr nýjum lista yfir stærstu hluthafa fjarskiptafélagsins.

Sjóðirnir tveir – Global Macro Absolute Return Advantage og Global Macro Portfolio – hafa þannig selt alls 3,1 prósents hlut í Símanum á umliðnum tveimur mánuðum og fara nú með 5,9 prósent í félaginu.

Aðrir erlendir fjárfestingarsjóðir í hópi stærstu hluthafa Símans, að bresku eignastýringunni Miton undanskilinni, hafa jafnframt minnkað við sig í fjarskiptafélaginu síðustu vikur og mánuði samhliða því sem Stoðir, eitt stærsta fjárfestingarfélag landsins, hafa keypt ríflega átta prósenta hlut í félaginu.

Sjóðir á vegum annars vegar bandaríska sjóðastýringarfyrirtækisins Wellington Management og hins vegar breska vogunarsjóðsins Lansdowne Partners eru til að mynda ekki lengur á lista yfir stærstu hluthafa Símans þar sem þeir hafa verið síðustu ár.

Erlendu fjárfestingarsjóðirnir í hluthafahópi Símans hófu að minnka við hlut sinn í fjarskiptafélaginu í apríl en eins og Markaðurinn hefur greint frá seldu þeir samanlagt um 2,4 prósenta hlut, sem jafngildir um 980 milljónum króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, í félaginu á fyrstu tveimur vikum aprílmánaðar.

Stoðir, sem eru í meirihlutaeigu meðal annars Jóns Sigurðssonar, Einars Arnar Ólafssonar, Magnúsar Ármann, og TM, hófu að fjárfesta í Símanum í apríl og eru nú stærstu einkafjárfestarnir í hluthafahópi félagsins með 8,1 prósents hlut.

Gengi bréfa Símans hefur hækkað um 18 prósent frá áramótum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
5,4
10
48.688
SIMINN
2,7
13
449.612
HEIMA
2,61
4
332.526
ARION
2,49
27
524.765
SKEL
1,9
9
378.437

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-3,21
12
51.146
EIM
-3,01
37
189.495
ICESEA
-1,08
6
33.044
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.