EES og Ísland Einar Benediktsson skrifar 6. júní 2019 07:00 Án sæstrengs, sem ekki verður lagður nema með samþykki okkar, hefur raforkumarkaður ESB enga þýðingu fyrir Ísland. Hinn sk. þriðji orkupakki ESB er Íslandi því óviðkomandi mál og jafn fáránlegt að svo væri og sá gamli furðuspuni andstæðinga EFTA-aðildar að við það myndi fiskveiðilögsagan fyllast af erlendum togurum og vinnumarkaðurinn af Portúgölum. Þvinguð og fram úr öllu hófi langdregin umfjöllun Alþingis um þriðja orkupakkann var misheppnaður hræðsluáróður. Eftir situr tilræði við hefðbundnar og siðaðar reglur um meðferð mála á Alþingi og þar með framkvæmd þess viðskiptafrelsis, sem tryggir efnahagsleg samskipti við Evrópu og þarmeð velferð þjóðarinnar. Innleiðing samþykkta EES í íslensk lög undanfarinn aldarfjórðung er undirstaða samningins um Evrópska efnahagssvæðið. Rétt eins og allir samningsaðilar hafa samþykkt viðskiptafrelsi fyrir sjávarafurðir, hagsmunamál fæstra, styðjum við sambærilegar óskir annarra, eins og um sameiginlegan orkumarkað, þótt hann varði okkur engu. Hverfi Ísland frá innleiðingu orkupakkans og ryfi þar með samstöðu, má ætla að önnur EES-ríki telji að þar með sé svo vegið að hagsmunum þeirra, að dregin verði til baka viðskiptafríðindi sem okkur hafa áunnist af áralangri viðleitni. Sú var skoðun fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins. Hafa ber hugfast, að EES er mikill og sögulegur árangur átaks ríkja Vestur-Evrópu um frjáls vöru- og þjónustuviðskipti og frjálsa fjármagnsflutninga á vegum Evrópusambandsins og Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) sem Ísland tengdist árið 1970. Með EES árið 1994 hefst þátttaka EFTA í innri markaði Evrópusambandsins og árið 1996 Schengen-samningnum um frjálsa för fólks innan EES. EFTA-lönd, nema Noregur og Ísland, eru löngu orðin aðildarríki í ESB, sem ásamt með löndum Austur- og Suður-Evrópu eru nú 31 talsins. Um Evrópuþróunina og ákvarðanir stjórnvalda varð mikil umfjöllun og tímabundin átök hjá þjóðinni, svo sem er nú með þriðja orkupakkann. Andstaða gegn viðskiptafríðindum fyrir sjávarafurðir tengdist hinni sögulegu baráttu að að tryggja rétt okkar yfir efnahagslögsögu á eigin landgrunni. Íslensk lögsaga yfir landgrunninu innan 200 mílna var endanlega tryggð á Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1976 og þá tóku gildi ýmsar viðskiptaívilnanir okkur í hag samkvæmt EES-samningnum. Þar með lýkur þeim kafla sögunnar að tryggja íslenskar fiskveiðar og sama frjálsa markaðsaðgang og var um aðrar bandalagsþjóðir okkar í Evrópu. Við útfærslur lögsögunnar frá 1948-1976 mættu Íslendingar harðri andstöðu Breta, sem eru löngu liðin tíð í samskiptum þjóðanna. Bretland, sem er helsti viðskiptaaðili okkar, stendur á þröskuldinum um að vera inni eða úti eða að hve miklu marki, þátttakandi í Evrópusamstarfinu. Utanríkisþjónustan undir forystu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar hefur, svo sem fregnir herma, haft vakandi auga með þeirri þróun. Evrópska efnahagssvæðið er og verður meginstoð íslensks efnahagslífs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Einar Benediktsson Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Sjá meira
Án sæstrengs, sem ekki verður lagður nema með samþykki okkar, hefur raforkumarkaður ESB enga þýðingu fyrir Ísland. Hinn sk. þriðji orkupakki ESB er Íslandi því óviðkomandi mál og jafn fáránlegt að svo væri og sá gamli furðuspuni andstæðinga EFTA-aðildar að við það myndi fiskveiðilögsagan fyllast af erlendum togurum og vinnumarkaðurinn af Portúgölum. Þvinguð og fram úr öllu hófi langdregin umfjöllun Alþingis um þriðja orkupakkann var misheppnaður hræðsluáróður. Eftir situr tilræði við hefðbundnar og siðaðar reglur um meðferð mála á Alþingi og þar með framkvæmd þess viðskiptafrelsis, sem tryggir efnahagsleg samskipti við Evrópu og þarmeð velferð þjóðarinnar. Innleiðing samþykkta EES í íslensk lög undanfarinn aldarfjórðung er undirstaða samningins um Evrópska efnahagssvæðið. Rétt eins og allir samningsaðilar hafa samþykkt viðskiptafrelsi fyrir sjávarafurðir, hagsmunamál fæstra, styðjum við sambærilegar óskir annarra, eins og um sameiginlegan orkumarkað, þótt hann varði okkur engu. Hverfi Ísland frá innleiðingu orkupakkans og ryfi þar með samstöðu, má ætla að önnur EES-ríki telji að þar með sé svo vegið að hagsmunum þeirra, að dregin verði til baka viðskiptafríðindi sem okkur hafa áunnist af áralangri viðleitni. Sú var skoðun fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins. Hafa ber hugfast, að EES er mikill og sögulegur árangur átaks ríkja Vestur-Evrópu um frjáls vöru- og þjónustuviðskipti og frjálsa fjármagnsflutninga á vegum Evrópusambandsins og Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) sem Ísland tengdist árið 1970. Með EES árið 1994 hefst þátttaka EFTA í innri markaði Evrópusambandsins og árið 1996 Schengen-samningnum um frjálsa för fólks innan EES. EFTA-lönd, nema Noregur og Ísland, eru löngu orðin aðildarríki í ESB, sem ásamt með löndum Austur- og Suður-Evrópu eru nú 31 talsins. Um Evrópuþróunina og ákvarðanir stjórnvalda varð mikil umfjöllun og tímabundin átök hjá þjóðinni, svo sem er nú með þriðja orkupakkann. Andstaða gegn viðskiptafríðindum fyrir sjávarafurðir tengdist hinni sögulegu baráttu að að tryggja rétt okkar yfir efnahagslögsögu á eigin landgrunni. Íslensk lögsaga yfir landgrunninu innan 200 mílna var endanlega tryggð á Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1976 og þá tóku gildi ýmsar viðskiptaívilnanir okkur í hag samkvæmt EES-samningnum. Þar með lýkur þeim kafla sögunnar að tryggja íslenskar fiskveiðar og sama frjálsa markaðsaðgang og var um aðrar bandalagsþjóðir okkar í Evrópu. Við útfærslur lögsögunnar frá 1948-1976 mættu Íslendingar harðri andstöðu Breta, sem eru löngu liðin tíð í samskiptum þjóðanna. Bretland, sem er helsti viðskiptaaðili okkar, stendur á þröskuldinum um að vera inni eða úti eða að hve miklu marki, þátttakandi í Evrópusamstarfinu. Utanríkisþjónustan undir forystu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar hefur, svo sem fregnir herma, haft vakandi auga með þeirri þróun. Evrópska efnahagssvæðið er og verður meginstoð íslensks efnahagslífs.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun