Lífið

Instagram-stjarna segir að best sé að taka nektarmyndir á Íslandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Svetlana Reus hefur ferðast um heiminn og náð mögnuðum myndum. Þær bestu eiga vera hér á landi.
Svetlana Reus hefur ferðast um heiminn og náð mögnuðum myndum. Þær bestu eiga vera hér á landi.

Instagramstjarnan Svetlana Reus, sem gengur undir nafninu Ligthy Light á miðlinum, segist hafa fundið bestu staðsetningu heims til að taka nektarmyndir og mun það vera hér á landi. The Sun greinir frá og hafa aðrir breskir miðar fylgt á eftir.

Hún hefur birt nektarmyndir af sér á Íslandi, Ástralíu, Balí, Maldíveyjum og fleiri stöðum.

„Ég var til að mynda nakin á stóru lúpínusvæði með ótrúlegt útsýni til fjalla og einnig fyrir framan foss. Það er ekkert mál að finna góða staði fyrir svona myndatökur á Íslandi,“ segir sú rússneska.

Sumir hafa líkt þessari 30 ára fyrirsætu við Emila Clarke sem lék eitt af aðalhlutverkunum í Game of Thrones en Reus er með um tuttugu þúsund fylgjendur á Instagram.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.