Golf

Guðrún Brá í efsta sæti á LET Access móti í Finnlandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd/GSÍmyndir/Seth

Keiliskonan Guðrún Brá Björgvinsdóttir er að gera góða hluti því hún er í efsta sæti eftir fyrsta hringinn á LET Access móti sem fram fer í Finnlandi.

Íslandsmeistarinn frá árionu 2018 lék fyrsta hringinn á 67 höggm eða fimm höggum undir pari. Hún deilir efsta sætinu með Nina Pegova frá Rússlandi.

Guðrún Brá fékk alls fimm fugla á hringnum þar af þrjá á síðustu sex holunum. Hún tapaði ekki höggi á hringnum.

Guðrún Brá hefur tvívegis endað í sjöunda sæti á þessari atvinnumótaröð á þessu tímabili sem er besti árangur hennar á mótaröðinni.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.