Handbolti

Óvissa með þátttöku Ómars Inga

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ómar Ingi hefur farið á kostum með liði Álaborgar í vetur
Ómar Ingi hefur farið á kostum með liði Álaborgar í vetur vísir

Óvíst er hvort Ómar Ingi Magnússon geti tekið þátt í leikjunum tveimur sem fram undan eru hjá íslenska landsliðinu í handbolta.

Morgunblaðið greinir frá þessu í dag þar sem haft er eftir Guðmundi Guðmundssyni, landsliðsþjálfara, að hann hafi áhyggjur af Ómari Inga.

Ómar fékk þungt höfuðhögg í síðasta leik Álaborgar og Bjerringbro/Silkeborg í undanúrslitum í dönsku deildinni. Höggið hafði þær afleyðingar að Ómar Ingi fékk heilahristing og hefur ekki getað spilað með Álaborg í úrslitaeinvíginu.

Ísland á fyrir höndum tvo leiki við Grikki og Tyrki í undankeppni EM 2020, við Grikki ytra í næstu viku og Tyrki í Laugardalshöll 16. júní.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.