Handbolti

Óvissa með þátttöku Ómars Inga

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ómar Ingi hefur farið á kostum með liði Álaborgar í vetur
Ómar Ingi hefur farið á kostum með liði Álaborgar í vetur vísir
Óvíst er hvort Ómar Ingi Magnússon geti tekið þátt í leikjunum tveimur sem fram undan eru hjá íslenska landsliðinu í handbolta.

Morgunblaðið greinir frá þessu í dag þar sem haft er eftir Guðmundi Guðmundssyni, landsliðsþjálfara, að hann hafi áhyggjur af Ómari Inga.

Ómar fékk þungt höfuðhögg í síðasta leik Álaborgar og Bjerringbro/Silkeborg í undanúrslitum í dönsku deildinni. Höggið hafði þær afleyðingar að Ómar Ingi fékk heilahristing og hefur ekki getað spilað með Álaborg í úrslitaeinvíginu.

Ísland á fyrir höndum tvo leiki við Grikki og Tyrki í undankeppni EM 2020, við Grikki ytra í næstu viku og Tyrki í Laugardalshöll 16. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×