Golf

Ólafía úr leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Atvinnukylfingurinn er úr leik.
Atvinnukylfingurinn er úr leik. vísir/getty

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst ekki áfram á Shoprite mótinu í golfi sem haldið er í New Jersey í Bandaríkjunum.

Ólafía spilaði fyrsta hringinn á fjórum höggum yfir pari en mótið er einungis þriggja daga mót. Skorið er niður eftir tvo hringi.

Í nótt lék Ólafía svo á þremur höggum yfir pari og endaði því hringina tvo á sjö höggum yfir pari.

Það skilaði henni ekki í gegnum niðurskurðinn en hún endaði í 125. sæti mótsins. Lokahringur mótsins fer fram í dag og er í beinni útsendingu á Golfstöðinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.