Flensburg varði titilinn | Alfreð kvaddi með silfri og Guðjón með tíu mörkum Anton Ingi Leifsson skrifar 9. júní 2019 14:39 Meistarinn þakkar fyrir sig. vísir/getty SG Flensburg-Handewitt er þýskur meistari í handbolta eftir að hafa unnið 27-24 sigur á Bergrischer í síðustu umferð deildarinnar í dag. Flensburg var fimm mörkum yfir í hálfleik, 13-8, en mest náðu Bergrischer að minnka muninn í eitt mark í síðari hálfleik. Nær komust þeir ekki og mikill fögnuður Flensburg í leikslok.Die SG Flensburg-Handewitt ist Deutscher Handballmeister 2019. Glückwunsch! pic.twitter.com/M3aigIq2nd — Christian Woop (@ChristianWoop) June 9, 2019 Svíinn Jim Gottfridsson var markahæstur í liði Flensburg með sex mörk en markahæstur Bergrischer var Arnór Þór Gunnarsson með átta mörk. Bergrischer endar í sjöunda sætinu. Alfreð Gíslason kveður þýska boltann með silfri en Kiel endaði tveimur stigum á eftir Flensburg á toppnum. Alfreð og lærisveinar hans unnu 30-26 sigur á Hannover-Burgdorf í síðustu umferðinni. Alfreð hefur verið þjálfari Kiel frá því 2008 en tilkynnti að nú væri hann hættur eftir þetta tímabil. Kiel tapaði einungis þremur leijkum í deildinni en náði hins vegar ekki að vinna titilinn.pic.twitter.com/ym3J0FV9t4 — THW Kiel (@thw_handball) June 9, 2019 Guðjón Valur Sigurðsson var einnig að kveðja þýska boltann en hann er að ganga í raðir PSG. Rhein-Neckar Löwen tapaði 28-26 gegn Leipzig en Guðjón endaði með stæl; var markahæstur með tíu mörk. Löwen endar í fjórða sætinu. Það verður enginn Evrópubolti í Berlín á næsta ár en Füchse Berlin tapaði fyrir Wetzlar, 27-25, í lokaumferðinni í dag og endar Berlínarliðið því í sjötta sætinu. Bjarki Már Elísson er að kveðja Refina en hann gengur í raðir Lemgo en landsliðsmaðurinn skoraði eitt mark í kveðjuleiknum sínum í dag.Wir treten heute zum letzten Spieltag der Saison beim SC DHfK Leipzig an. Das Spiel wird live von Sky übertragen, wie immer tickern wir aber auch hier für euch mit. Impressionen aus der Halle gibt's auf Instagram.#1team1ziel#loewenlivepic.twitter.com/K94589UnHD — Rhein-Neckar Löwen (@RNLoewen) June 9, 2019 Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Erlangen enda í 9. sæti deildarinnar eftir 28-27 sigur á 1898 Stuttgart. Flottur árangur hjá Erlingi. Hannes Jón Jónsson og félagar í Bietigheim eru fallnir niður í þýsku B-deildina eftir jafntefli gegn Gummersbach í lokaumferðinni. Bæði lið falla um deild eftir jafnteflið eftir að Friesenheim vann eins marks sigur á Minden. Þetta er í fyrsta sinn sem Gummersbach spilar í B-deildinni. Þýskaland Þýski handboltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira
SG Flensburg-Handewitt er þýskur meistari í handbolta eftir að hafa unnið 27-24 sigur á Bergrischer í síðustu umferð deildarinnar í dag. Flensburg var fimm mörkum yfir í hálfleik, 13-8, en mest náðu Bergrischer að minnka muninn í eitt mark í síðari hálfleik. Nær komust þeir ekki og mikill fögnuður Flensburg í leikslok.Die SG Flensburg-Handewitt ist Deutscher Handballmeister 2019. Glückwunsch! pic.twitter.com/M3aigIq2nd — Christian Woop (@ChristianWoop) June 9, 2019 Svíinn Jim Gottfridsson var markahæstur í liði Flensburg með sex mörk en markahæstur Bergrischer var Arnór Þór Gunnarsson með átta mörk. Bergrischer endar í sjöunda sætinu. Alfreð Gíslason kveður þýska boltann með silfri en Kiel endaði tveimur stigum á eftir Flensburg á toppnum. Alfreð og lærisveinar hans unnu 30-26 sigur á Hannover-Burgdorf í síðustu umferðinni. Alfreð hefur verið þjálfari Kiel frá því 2008 en tilkynnti að nú væri hann hættur eftir þetta tímabil. Kiel tapaði einungis þremur leijkum í deildinni en náði hins vegar ekki að vinna titilinn.pic.twitter.com/ym3J0FV9t4 — THW Kiel (@thw_handball) June 9, 2019 Guðjón Valur Sigurðsson var einnig að kveðja þýska boltann en hann er að ganga í raðir PSG. Rhein-Neckar Löwen tapaði 28-26 gegn Leipzig en Guðjón endaði með stæl; var markahæstur með tíu mörk. Löwen endar í fjórða sætinu. Það verður enginn Evrópubolti í Berlín á næsta ár en Füchse Berlin tapaði fyrir Wetzlar, 27-25, í lokaumferðinni í dag og endar Berlínarliðið því í sjötta sætinu. Bjarki Már Elísson er að kveðja Refina en hann gengur í raðir Lemgo en landsliðsmaðurinn skoraði eitt mark í kveðjuleiknum sínum í dag.Wir treten heute zum letzten Spieltag der Saison beim SC DHfK Leipzig an. Das Spiel wird live von Sky übertragen, wie immer tickern wir aber auch hier für euch mit. Impressionen aus der Halle gibt's auf Instagram.#1team1ziel#loewenlivepic.twitter.com/K94589UnHD — Rhein-Neckar Löwen (@RNLoewen) June 9, 2019 Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Erlangen enda í 9. sæti deildarinnar eftir 28-27 sigur á 1898 Stuttgart. Flottur árangur hjá Erlingi. Hannes Jón Jónsson og félagar í Bietigheim eru fallnir niður í þýsku B-deildina eftir jafntefli gegn Gummersbach í lokaumferðinni. Bæði lið falla um deild eftir jafnteflið eftir að Friesenheim vann eins marks sigur á Minden. Þetta er í fyrsta sinn sem Gummersbach spilar í B-deildinni.
Þýskaland Þýski handboltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira