Innlent

Lífs­speki sam­fé­lags­miðla­stjörnunnar gengur út á að brjóta reglur og lifa án ótta

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Samfélagsmiðlastjarnan heldur áfram að stuða.
Samfélagsmiðlastjarnan heldur áfram að stuða. Instagram/SashaTikhomirov
Rússneska samfélagsmiðlastjarnan sem staðgreiddi 450 þúsund króna sekt vegna utanvegaaksturs í grennd við Jarðböðin í Mývatnssveit gefur lítið fyrir ummæli náttúruunnenda um athæfið. Hann segir að sumir geti einfaldlega ekki lifaðán þess að brjóta lög og reglur.Rússneska samfélagsmiðlastjarnan Alexander Tikhomirov komst í fréttir á dögunum þegar hann var gripinn við utanvegaakstur í grennd við Jarðböðin í Mývatnssveit. Staðgreiddi hann sekt sem vegna athæfisins upp á 450 þúsund krónur á lögreglustöðinni á Akureyri.Mikið hefur verið fjallað um málið og hafa náttúruunnendur látið Tikhomirov heyra það á instagram reikningi hans vegna athæfisins. Hann gaf lítið fyrir þau ummæli á reikningnum sínum og skrifar þar að án reglna væri vissulega meiri óreiða í heiminum og dánartíðni eflaust hærri en það væri til fólk sem gæti ekki lifað án þess að brjóta lög og reglur.Þessi lífsspeki Tikhomirovs hefur vakið athygli en hann rekur fatamerkið Born to be. Samkvæmt heimasíðu merkisins gengur lífsspeki hans út á að brjóta reglur og lifa án ótta og iðrunar.Eftir að fréttir bárust af utanvegaakstri Tikhominovs deildi rússneska sendiráðið á Íslandi frétt af athæfi Tikhominovs og benti rússneskum ferðamönnum góðfúslega á að virða lög og reglur landsins.Fréttastofa hafði samband við Tikhomirov í dag en hann gaf ekki færi á viðtali þar sem hann sagði íslenska fjölmiðla of smáa fyrir sig.Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.