Körfubolti

Durant æfði með meisturunum í gær

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Durant er af mörgum talinn besti leikmaður heims
Durant er af mörgum talinn besti leikmaður heims vísir/getty

Óvíst er með þátttöku Kevin Durant, skærustu stjörnu ríkjandi NBA meistara Golden State Warriors, þegar liðið mætir Toronto Raptors í leik sem gæti verið síðasti leikur liðsins á tímabilinu.

Durant hefur verið fjarri góðu gamni í síðustu leikjum vegna meiðsla á kálfa en staðan er orðin ansi svört hjá meisturunum sem eru 3-1 undir í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar gegn Toronto Raptors.

Toronto gæti því klárað dæmið í kvöld á heimavelli en stuðningsmenn Warriors liggja á bæn um að Durant verði leikfær.

Hann æfði með liðinu í gær og var Steve Kerr, þjálfari Warriors, vongóður um að Durant gæti tekið þátt í leiknum í kvöld.NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.