Körfubolti

Durant æfði með meisturunum í gær

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Durant er af mörgum talinn besti leikmaður heims
Durant er af mörgum talinn besti leikmaður heims vísir/getty
Óvíst er með þátttöku Kevin Durant, skærustu stjörnu ríkjandi NBA meistara Golden State Warriors, þegar liðið mætir Toronto Raptors í leik sem gæti verið síðasti leikur liðsins á tímabilinu.Durant hefur verið fjarri góðu gamni í síðustu leikjum vegna meiðsla á kálfa en staðan er orðin ansi svört hjá meisturunum sem eru 3-1 undir í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar gegn Toronto Raptors.Toronto gæti því klárað dæmið í kvöld á heimavelli en stuðningsmenn Warriors liggja á bæn um að Durant verði leikfær.Hann æfði með liðinu í gær og var Steve Kerr, þjálfari Warriors, vongóður um að Durant gæti tekið þátt í leiknum í kvöld.Tengd skjöl

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.