Viðskipti innlent

Greiða rúman milljarð króna í arð

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
KEA Hótel reka meðal annars Hótel Borg.
KEA Hótel reka meðal annars Hótel Borg. FBL/ERNIR
Stjórn Keahótela, einnar stærstu hótelkeðju landsins, leggur til að greiddur verði ríflega einn milljarður króna í arð til hluthafa keðjunnar í ár, eftir því sem fram kemur í nýbirtum ársreikningi hennar. Hótelkeðjan hagnaðist um rúmar 484 milljónir króna í fyrra og dróst hagnaðurinn saman um 55 milljónir króna á milli ára.Samkvæmt ársreikningi Keahótela, sem rekur tíu hótel víðs vegar um landið, þar á meðal Apótek og Borg, námu rekstrartekjur keðjunnar liðlega 4,0 milljörðum króna á síðasta ári borið saman við 3,1 milljarð króna árið 2017. 

Jonathan B. Rubini, stjórnarformaður Keahótela
Á móti jókst launa- og starfsmannakostnaður um 38 prósent á milli ára og var tæplega 1,5 milljarðar króna í fyrra en fjöldi ársverka var 261 á árinu. Þá jókst annar rekstrarkostnaður keðjunnar jafnframt um 34 prósent.EBITDA Keahótela – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – var jákvæð um 574 milljónir króna í fyrra en til samanburðar var hún jákvæð um 587 milljónir króna árið áður.Hótelkeðjan er sem kunnugt er í eigu eignarhaldsfélagsins K Acquisitions en að baki því standa bandaríska fasteignafélagið JL Properties með 25 prósenta hlut, bandaríska eignastýringarfélagið Pt Capital Advisors með 50 prósenta hlut og fjárfestingafélagið Tröllahvönn, sem er í eigu Andra Gunnarssonar, Kristjáns M. Grétarssonar, Fannars Ólafssonar og Þórðar Hermanns Kolbeinssonar, með 25 prósenta hlut.Eignir Keahótela voru tæpir 1,8 milljarðar króna í lok síðasta árs en á sama tíma var bókfært eigið fé keðjunnar 1,0 milljarður króna og eiginfjárhlutfallið því 57 prósent.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
2,14
5
38.420
TM
1,35
4
34.324
BRIM
0,87
4
45.342
REITIR
0,18
10
23.538
HAGA
0
1
1.007

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-9,6
35
7.698
HEIMA
-5,19
1
146
SYN
-2,67
11
112.164
MAREL
-2,12
5
29.157
ARION
-1,96
5
48.781
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.