Stóraukin aðsókn í kennaranám Guðríður Arnardóttir skrifar 22. maí 2019 08:15 Þau ánægjulegu tíðindi berast nú að aðsókn í kennaranám hefur stóraukist þar sem heildarfjöldi umsækjenda um M.Ed nám hefur aukist úr 186 í 264. Þetta er aukning um ríflega 40%. Án efa má þakka aðgerðaráætlun stjórnvalda um þennan aukna áhuga þar sem fimmta árið verður nú launað starfsnám að hluta, nemar munu njóta sérkjara hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og síðast en ekki síst geta kennaranemar sótt um allt að 800 þúsund króna námsstyrk. Lofa skal það sem vel er gert og hér má glögglega sjá að skýr markmið og raunhæfar aðgerðir skila okkur strax árangri. Fyrir Alþingi liggur hins vegar frumvarp um breytingar á lögum um menntun og ráðningu kennara. Umdeilt frumvarp sem er um margt gallað. Meðal annars er gert ráð fyrir einu leyfisbréfi kennara í leik-, grunn- og framhaldsskóla með tilheyrandi gjaldfellingu sérhæfingar á þessum þremur skólastigum. Framhaldsskólakennarar hafa bent á að frumvarpið þarfnist vandaðri rýni og alls ekki óvíst að sátt megi skapa meðal kennarastéttanna um ný frumvarpsdrög á nýju þingi á komandi hausti. Félag framhaldsskólakennara ásamt okkar helstu sérfræðingum í menntun kennara hafa eindregið varað við frumvarpinu og teljum við það þokkalega byrjun á máli sem þarf að vinna betur. En Alþingi getur án afleiðinga frestað afgreiðslu frumvarpsins og gefið okkur svigrúm til að rýna það frekar og skoða þá ágalla sem á málinu eru. Aðgerðaáætlun mennta- og menningarmálaráðherra stendur óhögguð hvort sem er enda um sjálfstæða aðgerð að ræða.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Þau ánægjulegu tíðindi berast nú að aðsókn í kennaranám hefur stóraukist þar sem heildarfjöldi umsækjenda um M.Ed nám hefur aukist úr 186 í 264. Þetta er aukning um ríflega 40%. Án efa má þakka aðgerðaráætlun stjórnvalda um þennan aukna áhuga þar sem fimmta árið verður nú launað starfsnám að hluta, nemar munu njóta sérkjara hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og síðast en ekki síst geta kennaranemar sótt um allt að 800 þúsund króna námsstyrk. Lofa skal það sem vel er gert og hér má glögglega sjá að skýr markmið og raunhæfar aðgerðir skila okkur strax árangri. Fyrir Alþingi liggur hins vegar frumvarp um breytingar á lögum um menntun og ráðningu kennara. Umdeilt frumvarp sem er um margt gallað. Meðal annars er gert ráð fyrir einu leyfisbréfi kennara í leik-, grunn- og framhaldsskóla með tilheyrandi gjaldfellingu sérhæfingar á þessum þremur skólastigum. Framhaldsskólakennarar hafa bent á að frumvarpið þarfnist vandaðri rýni og alls ekki óvíst að sátt megi skapa meðal kennarastéttanna um ný frumvarpsdrög á nýju þingi á komandi hausti. Félag framhaldsskólakennara ásamt okkar helstu sérfræðingum í menntun kennara hafa eindregið varað við frumvarpinu og teljum við það þokkalega byrjun á máli sem þarf að vinna betur. En Alþingi getur án afleiðinga frestað afgreiðslu frumvarpsins og gefið okkur svigrúm til að rýna það frekar og skoða þá ágalla sem á málinu eru. Aðgerðaáætlun mennta- og menningarmálaráðherra stendur óhögguð hvort sem er enda um sjálfstæða aðgerð að ræða.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar