Stækkum þar sem allt er að stækka! Áslaug Hulda Jónsdóttir og skrifa 23. maí 2019 07:00 Garðabær er að stækka. Kópavogur er að stækka. Hafnarfjörður er að stækka. Mikil uppbygging og fjölgun íbúa hefur verið hjá þessum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og fram undan er enn frekari uppbygging í Garðabæ. Framhaldsskólarnir á þessu svæði stækka samt ekki neitt. Og rætt er um að stýra aukinni umferð á álagstímum frá miðbænum. Ungt fólk er hvatt til þess að velja sér list- og verknám og eftirspurn eftir námi í list- og verknámi eykst. Samt eykst framboð á list- og verknámi ekki neitt. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ var byggður fyrir 500 nemendur en hýsir nú 700. Skólinn er með vinsælli framhaldsskólum landsins. Vinsældir FG liggja ekki síst í því fjölbreytta námsvali sem þar er í boði. Auk hefðbundinna bóknámsbrauta býður skólinn upp á fjölbreytt listnám, íþróttabraut og hönnunar- og markaðsbraut. Vinsældir listnáms hafa stóraukist og í dag er listnámsbrautin stærsta og eftirsóttasta braut skólans. En þar liggur líka vandinn. Húsnæðið er of lítið og þó kennarar vinni afrek á hverjum degi þarf skólinn verulega á stækkun að halda. Við erum klár! Þetta er ekki nýtt vandamál, það hefur bara stækkað. Hér er þó allt klárt, teikningar að viðbyggingu eru til en árið 2007 var sett á laggirnar bygginganefnd sem undirbjó að reisa viðbygginu við skólann. Ekkert hefur þó gerst og það er svo langt síðan að börn sem voru þriggja ára árið sem bygginganefndin tók til starfa fara í framhaldsskóla á næsta ári. Það er því galið að dusta ekki rykið af þessum teikningum og láta hendur standa fram úr ermum. Ekki stendur á bæjaryfirvöldum í Garðabæ og ekki heldur stjórnendum og starfsfólki Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Við bíðum eftir yfirvöldum menntamála.Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar og skólanefndar FG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Garðabær Skóla - og menntamál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Halldór 27.12.2025 Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Halldór 27.12.2025 skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Garðabær er að stækka. Kópavogur er að stækka. Hafnarfjörður er að stækka. Mikil uppbygging og fjölgun íbúa hefur verið hjá þessum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og fram undan er enn frekari uppbygging í Garðabæ. Framhaldsskólarnir á þessu svæði stækka samt ekki neitt. Og rætt er um að stýra aukinni umferð á álagstímum frá miðbænum. Ungt fólk er hvatt til þess að velja sér list- og verknám og eftirspurn eftir námi í list- og verknámi eykst. Samt eykst framboð á list- og verknámi ekki neitt. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ var byggður fyrir 500 nemendur en hýsir nú 700. Skólinn er með vinsælli framhaldsskólum landsins. Vinsældir FG liggja ekki síst í því fjölbreytta námsvali sem þar er í boði. Auk hefðbundinna bóknámsbrauta býður skólinn upp á fjölbreytt listnám, íþróttabraut og hönnunar- og markaðsbraut. Vinsældir listnáms hafa stóraukist og í dag er listnámsbrautin stærsta og eftirsóttasta braut skólans. En þar liggur líka vandinn. Húsnæðið er of lítið og þó kennarar vinni afrek á hverjum degi þarf skólinn verulega á stækkun að halda. Við erum klár! Þetta er ekki nýtt vandamál, það hefur bara stækkað. Hér er þó allt klárt, teikningar að viðbyggingu eru til en árið 2007 var sett á laggirnar bygginganefnd sem undirbjó að reisa viðbygginu við skólann. Ekkert hefur þó gerst og það er svo langt síðan að börn sem voru þriggja ára árið sem bygginganefndin tók til starfa fara í framhaldsskóla á næsta ári. Það er því galið að dusta ekki rykið af þessum teikningum og láta hendur standa fram úr ermum. Ekki stendur á bæjaryfirvöldum í Garðabæ og ekki heldur stjórnendum og starfsfólki Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Við bíðum eftir yfirvöldum menntamála.Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar og skólanefndar FG
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar