Körfubolti

Snæfell ræður nýja þjálfara og framlengir við lykilmenn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Allir kátir eftir að hafa skrifað undir.
Allir kátir eftir að hafa skrifað undir. mynd/facebook-síða snæfells

Það var nóg að gera á skrifstofunni hjá Snæfelli í dag. Búið er að ráða nýja þjálfara fyrir kvennalið félagsins og nokkrir lykilmenn framlengdu samninga sína við það.

Þeir Gunnlaugur Smárason og Gísli Pálsson munu þjálfa kvennaliðið á næsta tímabili. Þeir taka við því af Baldri Þorleifssyni.

Landsliðskonurnar og systurnar Gunnhildur og Berglind Gunnarsdætur framlengdu samninga sína við Snæfell í dag.

Það sama gerðu Helga Hjördís Björgvinsdóttir og Rebekka Rán Karlsdóttir. Þá hefur Rósa Kristín Indriðadóttir tekið skóna af hillunni og mun spila með Snæfelli á næsta tímabili.

Snæfell endaði í 5. sæti Domino's deildar kvenna á síðasta tímabili og komst ekki í úrslitakeppnina. Snæfell komst hins vegar í undanúrslit Geysisbikarsins þar sem liðið tapaði fyrir Val.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.