Körfubolti

Snæfell ræður nýja þjálfara og framlengir við lykilmenn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Allir kátir eftir að hafa skrifað undir.
Allir kátir eftir að hafa skrifað undir. mynd/facebook-síða snæfells
Það var nóg að gera á skrifstofunni hjá Snæfelli í dag. Búið er að ráða nýja þjálfara fyrir kvennalið félagsins og nokkrir lykilmenn framlengdu samninga sína við það.Þeir Gunnlaugur Smárason og Gísli Pálsson munu þjálfa kvennaliðið á næsta tímabili. Þeir taka við því af Baldri Þorleifssyni.Landsliðskonurnar og systurnar Gunnhildur og Berglind Gunnarsdætur framlengdu samninga sína við Snæfell í dag.Það sama gerðu Helga Hjördís Björgvinsdóttir og Rebekka Rán Karlsdóttir. Þá hefur Rósa Kristín Indriðadóttir tekið skóna af hillunni og mun spila með Snæfelli á næsta tímabili.Snæfell endaði í 5. sæti Domino's deildar kvenna á síðasta tímabili og komst ekki í úrslitakeppnina. Snæfell komst hins vegar í undanúrslit Geysisbikarsins þar sem liðið tapaði fyrir Val.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.