Viðskipti innlent

Hulda Bjarna til Marels

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hulda Bjarnadóttir er landsþekkt eftir störf sín í fjölmiðlum.
Hulda Bjarnadóttir er landsþekkt eftir störf sín í fjölmiðlum. FBL/ANton
Fjölmiðlakonan Hulda Bjarnadóttir er nýr starfsmaður á mannauðssviði Marels þar sem hún mun leiða margvísleg alþjóðleg verkefni, t.d. verkefni tengd helgun starfmanna og starfsmannamenningu. Einnig mun hún leiða innleiðingarverkefni á sviði mannauðsmála. 

Hún mun formlega hefja störf fyrir fyrirtækið þann 1. júní næstkomandi. Um er að ræða nýja stöðu hjá fyrirtækinu og verður Huldu ætlað að styðja við stjórnendur og starfsmenn á tímum vaxtar.

Í samtali við Vísi segist Hulda vera spennt fyrir að taka þátt í uppbyggingu Marels næstu árin, en fram undan er hlutafjárútboð og skráning í Euronext-kauphöllina í Amsterdam.

Hulda hefur komið víða við á ferli sínum. Til að mynda hefur hún farið fyrir viðskiptaþróun hjá Árvakri, verið framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnulífinu í fimm ár og framkvæmdastjóri Alþjóðasviðs Viðskiptaráð, auk þess sem hún hefur setið í ýmsum félags- og fyrirtækjastjórnum.

Hulda hefur þar að auki víðtæka reynslu úr fjölmiðlum, til að mynda var hún einn þáttastjórnenda Bítisins á Bylgjunni, ásamt því að hafa unnið við ráðgjöf og kennslu í almannatengslum og viðburðastjórnun fyrir innlend og erlend fyrirtæki. Hulda er með BSc í viðskiptafræði og MBA frá Háskólanum í Reykjavík.


Tengdar fréttir

Undirbúa opið útboð fyrir almenning

Fram undan hjá Marel er hlutafjárútboð og skráning í Euronext-kauphöllina í Amsterdam. Í útboðinu verða boðnar til sölu 100 milljónir nýrra hluta, eða um 15 prósent af útgefnu hlutafé.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×