Viðskipti innlent

Stór og skemmtileg áskorun að hanna vef fyrir Marel

Tinni Sveinsson skrifar
Teymið sem tók á móti Íslensku vefverðlaununum fyrir marel.com.
Teymið sem tók á móti Íslensku vefverðlaununum fyrir marel.com. svef

„Að hanna vef fyrir fyrirtæki af sömu stærðargráðu og Marel var stór og skemmtileg áskorun. Við lærðum helling á leiðinni og erindi okkar mun fjalla um vegferðina sem héldum af stað í byrjun árs 2018 með Marel,“ segir Orri Eyþórsson vefhönnuður.

Vefur Marel fékk á dögunum verðlaun fyrir hönnun og viðmót á Íslensku vefverðlaununum. Fulltrúar frá fyrirtækinu Kolibri, sem hannaði vefinn, ætla á miðvikudag að kynna fyrir áhugasömum þá vinnu sem á bakvið slíkan vef stendur á hádegisfyrirlestri SVEF, Samtaka vefiðnaðarins.

„Við munum meðal annars fara yfir hvernig hönnunarákvarðanir höfðu áhrif á forritunina og öfugt. Einnig hvernig við myndum tækla margt í verkefninu öðruvísi í dag,” segir Orri.

Vefur Vesturbyggðar hlaut verðlaun bæði sem vefur ársins og opinberi vefur ársins og munu þeir Atli Þór Árnason og Samúel Þór Smárason frá Kolofon, sem sá um smíði vefsins, kynna söguna á bakvið hann.

„Við förum um víðan völl í fyrirlestrinum og deilum meðal annars áherslum okkar í verkefninu og hvernig lítið teymi nálgaðist það að búa til bæði til nýjan vef en einnig nýtt heildarútlit fyrir sveitarfélagið,” segir Atli frá Kolofon.

Nánari upplýsingar um viðburðinn er að finna á svef.is.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
1,8
2
677
BRIM
0
0
0
HEIMA
0
1
1.218

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-2,9
12
190.976
KVIKA
-2,8
8
47.966
ARION
-2,54
34
992.823
ICEAIR
-2,17
18
37.233
VIS
-1,93
9
87.062
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.