Formúla 1

Funheitur Bottas hirti ráspólinn þriðju keppnina í röð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bottas á Spáni um helgina.
Bottas á Spáni um helgina. vísir/getty

Valtteri Bottas fer vel af stað á keppnistímabilinu í Formúlu 1 en hann er á ráspól þriðju keppnina í röð er Formúlan fer fram á Spáni um helgina.

Valtteri Bottas kom rétt á undan félaga sínum frá Mercedes og heimsmeistaranum, Lewis Hamilton, í mark í dag en þriðji er Sebastian Vettel frá Ferrari.

„Ég naut mín í dag. Adrenalínið keyrði mig áfram svo ég er mjög ánægður. Tímabilið hefur byrjað vel, eins og ég vonaði og mér líður vel í bílnum,“ sagði Bottas en Hamilton hrósaði félaga sínum hjá Mercedes:

„Fyrst og fremst var þetta frábærlega gert hjá Valtteri. Ég var ekki nægilega sterkur í þriðja settinu. Þetta var ekki nægilega gott en það er frábært að Mercedes sé númer eitt og tvö. Vonandi náum við að halda því.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.