Körfubolti

Hildur Björg í KR

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Við undirskriftina í dag
Við undirskriftina í dag vísir/ástrós

Hildur Björg Kjartansdóttir, landsliðskona í körfubolta, skrifaði í dag undir eins árs samning við lið KR í Domino's deild kvenna.

Hildur er 24 ára og hefur spilað erlendis síðustu ár, hún var á Spáni síðustu tvö tímabil og þar áður í bandaríska háskólaboltanum.

Hún á að baki 25 landsleiki fyrir Ísland og hefur verið í lykilhlutverki í landsliðinu síðustu misseri.

KR var nýliði í Domino's deildinni á nýliðinni leiktíð en kom mörgum á óvart með því að koma sér í Domino's deildina. Þar tapaði liðið fyrir verðandi Íslandsmeisturum Vals í undanúrslitum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.