Viðskipti innlent

Vísir og Alfreð í samstarf

Tinni Sveinsson skrifar
Helgi Pjetur, framkvæmdastjóri Alfreðs, og Svanur Valgeirsson, auglýsingastjóri Sýnar.
Helgi Pjetur, framkvæmdastjóri Alfreðs, og Svanur Valgeirsson, auglýsingastjóri Sýnar. Vísir/Vilhelm

Alfreð, stærsti atvinnuleitarmiðill landsins, og Vísir hefja í dag formlegt samstarf með nýjum atvinnuvef Vísis. Fólk í atvinnuleit getur nú farið inn á slóðina visir.is/atvinna og fundið þar úrval atvinnuauglýsinga, flokkaðar eftir starfsgreinum.

„Vísir er einn stærsti fréttamiðill Íslands með yfir tvær milljónir heimsókna í hverri viku. Í gegnum árin hefur Vísir verið sterkur staður fyrir atvinnuauglýsingar og upp á síðkastið hefur Alfreð náð gríðarlegum árangri á þeim vettvangi. Það gleður okkur því að hefja þetta samstarf. Við trúum því að það verði Íslendingum í atvinnuleit, sem og fyrirtækjum sem leita að réttum starfskröftum, til góða,“ segir Svanur Valgeirsson, auglýsingastjóri Sýnar.

Viðskiptavinum Alfreðs gefst tækifæri á að kaupa aukabirtingar á auglýsingum sínum á atvinnuvef Vísis.

Atvinnuvefinn má jafnframt nálgast efst á Vísi, við hliðina á fasteignavefnum.

„Næst þegar þú auglýsir í Alfreð þá ættirðu að sjá þann valmöguleika að birta auglýsinguna þína einnig á Vísi. Við bjóðum viðskiptavinum okkur að prófa þessa aukatengingu án endurgjalds í tvígang til 31. júlí,“ segir Helgi Pjetur, framkvæmdastjóri Alfreðs.

Alfreð var stofnaður og settur í loftið í febrúar 2013. Síðan hafa Alfreð appið og vefurinn alfred.is vaxið hratt og er Alfreð nú orðinn stærsti atvinnuleitarmiðillinn á Íslandi.  

Notendur Alfreðs eru rúmlega 80 þúsund og fjölgar á hverjum degi. Þeir geta útbúið prófíl hjá Alfreð og sótt þannig um störf. Fyrirtæki geta síðan farið yfir umsóknir í glæsilegu ráðningakerfi Alfreðs.

Atvinnuvef Vísis og Alfreðs má nálgast hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
2,46
15
375.832
MAREL
1,11
14
298.559
REGINN
0,9
8
133.385
FESTI
0,84
7
200.425
SKEL
0,55
9
89.970

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-2,3
9
120.376
ICEAIR
-2,17
51
165.212
KVIKA
-1,89
9
75.362
SYN
-1,43
5
20.669
SJOVA
-0,97
6
58.720
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.