Viðskipti innlent

Attestor selur í Arion fyrir fjóra milljarða

Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Attestor heldur áfram að minnka við sig í Arion.
Attestor heldur áfram að minnka við sig í Arion. Fréttablaðið/Eyþór
Breski vogunarsjóðurinn Att­estor Capital seldi í gær hátt í þriggja prósenta hlut í Arion banka fyrir um fjóra milljarða króna, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Eftir söluna fer sjóðurinn með um 2,8 prósenta hlut í bankanum.

Bréfin keypti breiður hópur fjárfesta, svo sem lífeyrissjóðir, verðbréfasjóðir og einkafjárfestar, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst.

Vogunarsjóðurinn, sem kom fyrst inn í hluthafahóp Arion banka í mars árið 2017, seldi samanlagt fimmtíu milljónir hluta í bankanum en það jafngildir tæplega 2,8 prósentum af hlutafé hans. Gengi hlutabréfa í Arion banka hækkaði um 0,1 prósent í gær og stóð í 79,6 krónum á hlut þegar markaðir lokuðu.

Þetta er í annað sinn í mánuðinum sem Attestor selur hlutabréf í Arion banka en eins og Markaðurinn greindi frá fyrr í vikunni gekk vogunarsjóðurinn nýverið frá sölu á eins og hálfs prósents hlut í bankanum fyrir liðlega tvo milljarða króna.

Sjóðurinn hefur markvisst unnið að því að minnka hlut sinn í bankanum undanfarin misserin en hann hefur selt hátt í tíu prósent af hlutafé bankans á síðustu tólf mánuðum. Þar af seldi hann þriggja prósenta hlut í hlutafjárútboði bankans í júní í fyrra.


Tengdar fréttir

Seldi í Arion banka fyrir tvo milljarða

Breski vogunarsjóðurinn Att­estor Capital seldi fyrr í mánuðinum tæplega eins og hálfs prósents hlut í Arion banka að virði ríflega tveggja milljarða króna. Eftir söluna fer sjóðurinn með um 5,6 prósenta hlut í bankanum, samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×