Handbolti

Sigvaldi frábær er Elverum tryggði titilinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sigvaldi í leik með íslenska landsliðinu á HM í Danmörku og Þýskalandi.
Sigvaldi í leik með íslenska landsliðinu á HM í Danmörku og Þýskalandi. vísir/getty

Sigvaldi Björn Guðjónsson átti frábæran leik þegar Elverum tryggði sér norska meistaratitilinn í handbolta með sigur á Arendal.

Sigvaldi var markahæstur í liði Elverum með átta mörk úr níu skotum. Þráinn Orri Jónsson komst ekki á blað.

Elverum vann leikinn 31-28 eftir að hafa verið 15-10 yfir í hálfleik.

Þetta var þriðji leikurinn í úrslitaeinvíginu sem Elverum vann 3-0 og er Noregsmeistari. Þá gefur titillinn sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.