Svava sér ekki eftir að hafa skilið dóttur sína eftir á Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 2. maí 2019 10:30 Svava hefur náð langt í sínu fagi. Svava Sigbertsdóttir einkaþjálfari hefur slegið í gegn í Bretlandi með æfingaprógrami sínu The Viking Method en breski miðillinn The Sun er með heljarinnar umfjöllun um Svövu. Svava flutti til Bretlands á sínum tíma og ætlaði sér stóra hluti. Í gegnum tíðina hefur hún þjálfað stórstjörnurnar Nicole Scherzinger, Amanda Holden og fyrirsætuna Suki Waterhouse. Hún gaf á dögunum út bókina The Viking Method en Svava flutti til London árið 2004 og þá var dóttir hennar sex ára. Dóttirin dvaldi næstu þrjú ár hjá foreldrum Svövu, á meðan hún kom sér fyrir í Bretlandi. „Ég hafði gengið í gegnum skilnað við föður hennar sem var nýfluttur til Bandaríkjanna til að læra að verða flugmaður svo hún var hjá ömmu sinni og afa. Það var mjög erfitt og ég var alltaf með mikið samviskubit,“ segir Svava í samtali við Fabulous Digital. „Þegar þú veist að þú ert að gera þessa hluti af réttum ástæðum, þá verður þú að reyna sleppa tökunum, en það var mjög erfitt og mér leið í raun alltaf illa með þessa ákvörðun til að byrja með. Það fór aftur á móti vel um hana og síðan þegar hún var níu ára flutti hún út til mín,“ segir Svava sem sér ekki eftir ákvörðuninni.Svava hefur gefið út bókina The Viking Method.Svava ætlaði sér fyrst að einbeita sér að dansnámi og var planið að búa í London og læra fagið í þrjú til fimm ár. „Eftir þann tíma áttaði ég mig á því að ég vildi meira og tíminn líður svo hratt. Til að byrja með átti ég ekki fyrir mat og vann þarna á veitingarstað sem var í raun frábært, því þá fékk ég eina fría máltíð á dag. Ég var í skólanum frá níu á morgnanna til sex um kvöldið og þá fór ég í vinnuna til tólf á miðnætti og vann síðan á veitingarstaðnum um helgar.“ Þegar náminu var lokið ákvað Svava að einbeita sér að því að samtvinna dansinn og líkamsrækt og þá fæddist The Viking Method. Í kjölfarið hafði hún samband við aðstoðarmann Nicole Scherzinger og að lokum byrjaði hún að vinna með henni. Í framhaldinu fóru stjörnurnar að koma og ferill Svövu var komin á fullt. Hér má lesa umfjöllun The Sun um Svövu. Tengdar fréttir The viking method slær í gegn í London Svava Sigbertsdóttir einkaþjálfari þjálfar fræga úti í London með æfingum sem nefnast The viking method. 13. september 2013 13:00 Þjálfar Nicole Scherzinger í X-Factor Svava Sigbertsdóttir einkaþjálfari er orðin vinsæl meðal stjarnanna í Bretlandi. 29. nóvember 2013 16:15 Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Lífið Fleiri fréttir Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Sjá meira
Svava Sigbertsdóttir einkaþjálfari hefur slegið í gegn í Bretlandi með æfingaprógrami sínu The Viking Method en breski miðillinn The Sun er með heljarinnar umfjöllun um Svövu. Svava flutti til Bretlands á sínum tíma og ætlaði sér stóra hluti. Í gegnum tíðina hefur hún þjálfað stórstjörnurnar Nicole Scherzinger, Amanda Holden og fyrirsætuna Suki Waterhouse. Hún gaf á dögunum út bókina The Viking Method en Svava flutti til London árið 2004 og þá var dóttir hennar sex ára. Dóttirin dvaldi næstu þrjú ár hjá foreldrum Svövu, á meðan hún kom sér fyrir í Bretlandi. „Ég hafði gengið í gegnum skilnað við föður hennar sem var nýfluttur til Bandaríkjanna til að læra að verða flugmaður svo hún var hjá ömmu sinni og afa. Það var mjög erfitt og ég var alltaf með mikið samviskubit,“ segir Svava í samtali við Fabulous Digital. „Þegar þú veist að þú ert að gera þessa hluti af réttum ástæðum, þá verður þú að reyna sleppa tökunum, en það var mjög erfitt og mér leið í raun alltaf illa með þessa ákvörðun til að byrja með. Það fór aftur á móti vel um hana og síðan þegar hún var níu ára flutti hún út til mín,“ segir Svava sem sér ekki eftir ákvörðuninni.Svava hefur gefið út bókina The Viking Method.Svava ætlaði sér fyrst að einbeita sér að dansnámi og var planið að búa í London og læra fagið í þrjú til fimm ár. „Eftir þann tíma áttaði ég mig á því að ég vildi meira og tíminn líður svo hratt. Til að byrja með átti ég ekki fyrir mat og vann þarna á veitingarstað sem var í raun frábært, því þá fékk ég eina fría máltíð á dag. Ég var í skólanum frá níu á morgnanna til sex um kvöldið og þá fór ég í vinnuna til tólf á miðnætti og vann síðan á veitingarstaðnum um helgar.“ Þegar náminu var lokið ákvað Svava að einbeita sér að því að samtvinna dansinn og líkamsrækt og þá fæddist The Viking Method. Í kjölfarið hafði hún samband við aðstoðarmann Nicole Scherzinger og að lokum byrjaði hún að vinna með henni. Í framhaldinu fóru stjörnurnar að koma og ferill Svövu var komin á fullt. Hér má lesa umfjöllun The Sun um Svövu.
Tengdar fréttir The viking method slær í gegn í London Svava Sigbertsdóttir einkaþjálfari þjálfar fræga úti í London með æfingum sem nefnast The viking method. 13. september 2013 13:00 Þjálfar Nicole Scherzinger í X-Factor Svava Sigbertsdóttir einkaþjálfari er orðin vinsæl meðal stjarnanna í Bretlandi. 29. nóvember 2013 16:15 Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Lífið Fleiri fréttir Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Sjá meira
The viking method slær í gegn í London Svava Sigbertsdóttir einkaþjálfari þjálfar fræga úti í London með æfingum sem nefnast The viking method. 13. september 2013 13:00
Þjálfar Nicole Scherzinger í X-Factor Svava Sigbertsdóttir einkaþjálfari er orðin vinsæl meðal stjarnanna í Bretlandi. 29. nóvember 2013 16:15