Svava sér ekki eftir að hafa skilið dóttur sína eftir á Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 2. maí 2019 10:30 Svava hefur náð langt í sínu fagi. Svava Sigbertsdóttir einkaþjálfari hefur slegið í gegn í Bretlandi með æfingaprógrami sínu The Viking Method en breski miðillinn The Sun er með heljarinnar umfjöllun um Svövu. Svava flutti til Bretlands á sínum tíma og ætlaði sér stóra hluti. Í gegnum tíðina hefur hún þjálfað stórstjörnurnar Nicole Scherzinger, Amanda Holden og fyrirsætuna Suki Waterhouse. Hún gaf á dögunum út bókina The Viking Method en Svava flutti til London árið 2004 og þá var dóttir hennar sex ára. Dóttirin dvaldi næstu þrjú ár hjá foreldrum Svövu, á meðan hún kom sér fyrir í Bretlandi. „Ég hafði gengið í gegnum skilnað við föður hennar sem var nýfluttur til Bandaríkjanna til að læra að verða flugmaður svo hún var hjá ömmu sinni og afa. Það var mjög erfitt og ég var alltaf með mikið samviskubit,“ segir Svava í samtali við Fabulous Digital. „Þegar þú veist að þú ert að gera þessa hluti af réttum ástæðum, þá verður þú að reyna sleppa tökunum, en það var mjög erfitt og mér leið í raun alltaf illa með þessa ákvörðun til að byrja með. Það fór aftur á móti vel um hana og síðan þegar hún var níu ára flutti hún út til mín,“ segir Svava sem sér ekki eftir ákvörðuninni.Svava hefur gefið út bókina The Viking Method.Svava ætlaði sér fyrst að einbeita sér að dansnámi og var planið að búa í London og læra fagið í þrjú til fimm ár. „Eftir þann tíma áttaði ég mig á því að ég vildi meira og tíminn líður svo hratt. Til að byrja með átti ég ekki fyrir mat og vann þarna á veitingarstað sem var í raun frábært, því þá fékk ég eina fría máltíð á dag. Ég var í skólanum frá níu á morgnanna til sex um kvöldið og þá fór ég í vinnuna til tólf á miðnætti og vann síðan á veitingarstaðnum um helgar.“ Þegar náminu var lokið ákvað Svava að einbeita sér að því að samtvinna dansinn og líkamsrækt og þá fæddist The Viking Method. Í kjölfarið hafði hún samband við aðstoðarmann Nicole Scherzinger og að lokum byrjaði hún að vinna með henni. Í framhaldinu fóru stjörnurnar að koma og ferill Svövu var komin á fullt. Hér má lesa umfjöllun The Sun um Svövu. Tengdar fréttir The viking method slær í gegn í London Svava Sigbertsdóttir einkaþjálfari þjálfar fræga úti í London með æfingum sem nefnast The viking method. 13. september 2013 13:00 Þjálfar Nicole Scherzinger í X-Factor Svava Sigbertsdóttir einkaþjálfari er orðin vinsæl meðal stjarnanna í Bretlandi. 29. nóvember 2013 16:15 Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Lífið Fleiri fréttir Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Sjá meira
Svava Sigbertsdóttir einkaþjálfari hefur slegið í gegn í Bretlandi með æfingaprógrami sínu The Viking Method en breski miðillinn The Sun er með heljarinnar umfjöllun um Svövu. Svava flutti til Bretlands á sínum tíma og ætlaði sér stóra hluti. Í gegnum tíðina hefur hún þjálfað stórstjörnurnar Nicole Scherzinger, Amanda Holden og fyrirsætuna Suki Waterhouse. Hún gaf á dögunum út bókina The Viking Method en Svava flutti til London árið 2004 og þá var dóttir hennar sex ára. Dóttirin dvaldi næstu þrjú ár hjá foreldrum Svövu, á meðan hún kom sér fyrir í Bretlandi. „Ég hafði gengið í gegnum skilnað við föður hennar sem var nýfluttur til Bandaríkjanna til að læra að verða flugmaður svo hún var hjá ömmu sinni og afa. Það var mjög erfitt og ég var alltaf með mikið samviskubit,“ segir Svava í samtali við Fabulous Digital. „Þegar þú veist að þú ert að gera þessa hluti af réttum ástæðum, þá verður þú að reyna sleppa tökunum, en það var mjög erfitt og mér leið í raun alltaf illa með þessa ákvörðun til að byrja með. Það fór aftur á móti vel um hana og síðan þegar hún var níu ára flutti hún út til mín,“ segir Svava sem sér ekki eftir ákvörðuninni.Svava hefur gefið út bókina The Viking Method.Svava ætlaði sér fyrst að einbeita sér að dansnámi og var planið að búa í London og læra fagið í þrjú til fimm ár. „Eftir þann tíma áttaði ég mig á því að ég vildi meira og tíminn líður svo hratt. Til að byrja með átti ég ekki fyrir mat og vann þarna á veitingarstað sem var í raun frábært, því þá fékk ég eina fría máltíð á dag. Ég var í skólanum frá níu á morgnanna til sex um kvöldið og þá fór ég í vinnuna til tólf á miðnætti og vann síðan á veitingarstaðnum um helgar.“ Þegar náminu var lokið ákvað Svava að einbeita sér að því að samtvinna dansinn og líkamsrækt og þá fæddist The Viking Method. Í kjölfarið hafði hún samband við aðstoðarmann Nicole Scherzinger og að lokum byrjaði hún að vinna með henni. Í framhaldinu fóru stjörnurnar að koma og ferill Svövu var komin á fullt. Hér má lesa umfjöllun The Sun um Svövu.
Tengdar fréttir The viking method slær í gegn í London Svava Sigbertsdóttir einkaþjálfari þjálfar fræga úti í London með æfingum sem nefnast The viking method. 13. september 2013 13:00 Þjálfar Nicole Scherzinger í X-Factor Svava Sigbertsdóttir einkaþjálfari er orðin vinsæl meðal stjarnanna í Bretlandi. 29. nóvember 2013 16:15 Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Lífið Fleiri fréttir Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Sjá meira
The viking method slær í gegn í London Svava Sigbertsdóttir einkaþjálfari þjálfar fræga úti í London með æfingum sem nefnast The viking method. 13. september 2013 13:00
Þjálfar Nicole Scherzinger í X-Factor Svava Sigbertsdóttir einkaþjálfari er orðin vinsæl meðal stjarnanna í Bretlandi. 29. nóvember 2013 16:15