Nýtt jafnvægi Hörður Ægisson skrifar 3. maí 2019 08:00 Eftir að hafa umbylt íslensku efnahagslífi á aðeins örfáum árum hefur ferðaþjónustunni, okkar stærstu gjaldeyrisskapandi atvinnugrein, verið skellt niður á jörðina. Það var aðeins tímaspursmál. Á hinum ævintýralega vexti síðustu ára, sem var hvorki sjálfbær né eftirsóknarverður til frambúðar, tók að hægja mjög í byrjun síðasta árs. Við gjaldþrot flugfélagins WOW air er nú ljóst að talsverður samdráttur er í kortunum til skemmri tíma litið. Fækkun ferðamanna á eftir að hitta mörg fyrirtæki illa fyrir, þau sem hafa spennt bogann of hátt í fjárfestingum sökum væntinga um að til landsins myndu áfram streyma ferðamenn á grundvelli ódýrra flugfargjalda. Í febrúar sagðist um þriðjungur fyrirtækja í ferðaþjónustu ætla að fækka starfsfólki á næstu sex mánuðum, en aðeins þrjú prósent vildu fjölga þeim. Sú mynd er án efa orðin enn dekkri nú þegar WOW air er horfið af sjónarsviðinu. Í nýrri skýrslu Íslandsbanka um stöðu íslenskrar ferðaþjónustu, sem var kynnt í gær, kemur skýrt fram að atvinnugreinin stendur nú á tímamótum. Í fyrsta sinn frá 2011 mun draga úr fjölda ferðamanna til landsins og horfur eru á að gjaldeyristekjur ferðaþjónustunnar skreppi nokkuð saman í ár. Eftir sem áður mun ferðaþjónustan skila sambærilegum gjaldeyristekjum til þjóðarbúsins og sjávarútvegur og áliðnaður samanlagt. Þótt fækkun ferðamanna þýði að viðskiptaafgangur, sem hefur verið viðvarandi og mikill allt frá falli bankanna, verði hverfandi þá er ólíklegt að slíkt hafi mikil áhrif á gengi krónunnar. Hrein eignastaða við útlönd hefur aldrei verið betri, Seðlabankinn ræður yfir meira en 700 milljarða gjaldeyrisforða, sem er ekki fjármagnaður með erlendum lántökum, stoðir hagkerfisins eru almennt afar traustar og efnahagshorfurnar góðar til lengri tíma litið. Allt ætti þetta að styðja við að raungengið verði áfram nokkuð hátt á komandi árum. Það er þekkt staðreynd, eins og á oft við um nýjar og ört vaxandi atvinnugreinar, að ferðaþjónustan á Íslandi einkennist af mjög fáum stórum fyrirtækjum og mörgum litlum. Þannig mynda lítil fyrirtæki, sem eru með 500 milljónir króna eða minna í tekjur, saman um 93 prósent af heildarfjölda fyrirtækja í greininni. Fyrirséð er að þessi mynd taki stórum breytingum á næstu árum – og þó fyrr hefði verið – samhliða erfiðara rekstrarumhverfi. Of mikið framboð, meðal annars hjá hótelrekendum og bílaleigum, á eftir að skapa þrýsting til verðlækkana sem mun reyna mjög á lítil og meðalstór fyrirtæki sem standa mörg hver höllum fæti. Samanlagður hagnaður greinarinnar á árinu 2018 var aðeins um 27 milljarðar, sem var um 60 prósenta samdráttur frá fyrra ári, og arðsemin var heilt yfir afar lítil. Þetta gengur ekki upp til lengdar. Það er þess vegna tími hagræðingar og samþjöppunar fram undan þar sem fyrirtækjunum mun fækka og einingarnar stækka. Á þeirri vegferð munum við sjá talsvert af erlendum fyrirtækjum og fjárfestingarsjóðum sem sýna íslenskri ferðaþjónustu nú vaxandi áhuga. Ólíkt því sem sumir héldu þá er líf eftir WOW air en aðlögunin að nýju jafnvægi verður vitaskuld ekki sársaukalaus. Ísland er komið á kortið sem ferðaþjónustuland. Og það er ekki að fara að breytast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eftir að hafa umbylt íslensku efnahagslífi á aðeins örfáum árum hefur ferðaþjónustunni, okkar stærstu gjaldeyrisskapandi atvinnugrein, verið skellt niður á jörðina. Það var aðeins tímaspursmál. Á hinum ævintýralega vexti síðustu ára, sem var hvorki sjálfbær né eftirsóknarverður til frambúðar, tók að hægja mjög í byrjun síðasta árs. Við gjaldþrot flugfélagins WOW air er nú ljóst að talsverður samdráttur er í kortunum til skemmri tíma litið. Fækkun ferðamanna á eftir að hitta mörg fyrirtæki illa fyrir, þau sem hafa spennt bogann of hátt í fjárfestingum sökum væntinga um að til landsins myndu áfram streyma ferðamenn á grundvelli ódýrra flugfargjalda. Í febrúar sagðist um þriðjungur fyrirtækja í ferðaþjónustu ætla að fækka starfsfólki á næstu sex mánuðum, en aðeins þrjú prósent vildu fjölga þeim. Sú mynd er án efa orðin enn dekkri nú þegar WOW air er horfið af sjónarsviðinu. Í nýrri skýrslu Íslandsbanka um stöðu íslenskrar ferðaþjónustu, sem var kynnt í gær, kemur skýrt fram að atvinnugreinin stendur nú á tímamótum. Í fyrsta sinn frá 2011 mun draga úr fjölda ferðamanna til landsins og horfur eru á að gjaldeyristekjur ferðaþjónustunnar skreppi nokkuð saman í ár. Eftir sem áður mun ferðaþjónustan skila sambærilegum gjaldeyristekjum til þjóðarbúsins og sjávarútvegur og áliðnaður samanlagt. Þótt fækkun ferðamanna þýði að viðskiptaafgangur, sem hefur verið viðvarandi og mikill allt frá falli bankanna, verði hverfandi þá er ólíklegt að slíkt hafi mikil áhrif á gengi krónunnar. Hrein eignastaða við útlönd hefur aldrei verið betri, Seðlabankinn ræður yfir meira en 700 milljarða gjaldeyrisforða, sem er ekki fjármagnaður með erlendum lántökum, stoðir hagkerfisins eru almennt afar traustar og efnahagshorfurnar góðar til lengri tíma litið. Allt ætti þetta að styðja við að raungengið verði áfram nokkuð hátt á komandi árum. Það er þekkt staðreynd, eins og á oft við um nýjar og ört vaxandi atvinnugreinar, að ferðaþjónustan á Íslandi einkennist af mjög fáum stórum fyrirtækjum og mörgum litlum. Þannig mynda lítil fyrirtæki, sem eru með 500 milljónir króna eða minna í tekjur, saman um 93 prósent af heildarfjölda fyrirtækja í greininni. Fyrirséð er að þessi mynd taki stórum breytingum á næstu árum – og þó fyrr hefði verið – samhliða erfiðara rekstrarumhverfi. Of mikið framboð, meðal annars hjá hótelrekendum og bílaleigum, á eftir að skapa þrýsting til verðlækkana sem mun reyna mjög á lítil og meðalstór fyrirtæki sem standa mörg hver höllum fæti. Samanlagður hagnaður greinarinnar á árinu 2018 var aðeins um 27 milljarðar, sem var um 60 prósenta samdráttur frá fyrra ári, og arðsemin var heilt yfir afar lítil. Þetta gengur ekki upp til lengdar. Það er þess vegna tími hagræðingar og samþjöppunar fram undan þar sem fyrirtækjunum mun fækka og einingarnar stækka. Á þeirri vegferð munum við sjá talsvert af erlendum fyrirtækjum og fjárfestingarsjóðum sem sýna íslenskri ferðaþjónustu nú vaxandi áhuga. Ólíkt því sem sumir héldu þá er líf eftir WOW air en aðlögunin að nýju jafnvægi verður vitaskuld ekki sársaukalaus. Ísland er komið á kortið sem ferðaþjónustuland. Og það er ekki að fara að breytast.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar