Viðskipti innlent

Óðinn orðinn almannatengill

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Óðinn Jónsson hefur um árabil starfað á RÚV sem fréttamaður og síðar dagskrárgerðarmaður í útvarpi.
Óðinn Jónsson hefur um árabil starfað á RÚV sem fréttamaður og síðar dagskrárgerðarmaður í útvarpi. Aton
Óðinn Jónsson hefur tekið til starfa sem ráðgjafi hjá ráðgjafa- og almennatengslastofunni Aton. Óðinn starfaði um langt árabil á Ríkisútvarpinu sem frétta- og dagskrárgerðarmaður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Aton.

Hann var fréttamaður á Norðurlöndum með aðsetur í Kaupmannahöfn, síðan þingfréttamaður, varafréttastjóri og fréttastjóri hljóðvarps RÚV, síðan fréttastjóri RÚV við sameiningu fréttastofa og um leið yfirmaður vefmála, dægurmálaumfjöllunar, svæðisstöðva og íþrótta. Síðustu árin stýrði Óðinn Morgunútvarpi Rásar 1.

Áður en Óðinn hóf störf hjá RÚV starfaði hann í nokkur ár sem textasmiður og ráðgjafi, auk þess að sinna dagskrárgerð fyrir útvarp. Óðinn nam sagnfræði, íslensku og opinbera stjórnsýslu við Háskóla Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×