Tónlist

Lykke Li til Íslands í sumar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lykke Li er þekktust fyrir smellinn I Follow Rivers, sem kom út árið 2011. Hér er hún á tónleikum árið 2018.
Lykke Li er þekktust fyrir smellinn I Follow Rivers, sem kom út árið 2011. Hér er hún á tónleikum árið 2018. Kevin Winter/Getty
Sænska tónlistarkonan Lykke Li er væntanleg til Íslands í sumar en hún kemur til með að halda tónleika í Silfurbergi í Hörpu þann 4. júlí næstkomandi. Verða þetta fyrstu tónleikar tónlistarkonunnar á Íslandi. Fréttablaðið greinir frá þessu.

Lykke Li hóf tónlistarferil sinn árið 2008 með EP-plötunni Little Bit. Síðan þá hefur hún gefið út fjórar breiðskífur sem hefur almennt verið vel tekið af áheyrendum. Lagið I Follow Rivers er langvinsælasta lag hinnar 33 ára gömlu tónlistarkonu, en það kom út árið 2011.

Fyrirhugaðir tónleikar Lykke Li á Íslandi eru hluti af tónleikaferðalagi hennar um Evrópu í tengslum við nýjustu breiðskífu hennar, So Sad So Sexy, sem kom út í júní á síðasta ári. Nánari upplýsingar um miðasölu liggja ekki fyrir að svo stöddu, en von er á þeim á næstu dögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×