Tónlist

Lykke Li til Íslands í sumar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lykke Li er þekktust fyrir smellinn I Follow Rivers, sem kom út árið 2011. Hér er hún á tónleikum árið 2018.
Lykke Li er þekktust fyrir smellinn I Follow Rivers, sem kom út árið 2011. Hér er hún á tónleikum árið 2018. Kevin Winter/Getty

Sænska tónlistarkonan Lykke Li er væntanleg til Íslands í sumar en hún kemur til með að halda tónleika í Silfurbergi í Hörpu þann 4. júlí næstkomandi. Verða þetta fyrstu tónleikar tónlistarkonunnar á Íslandi. Fréttablaðið greinir frá þessu.

Lykke Li hóf tónlistarferil sinn árið 2008 með EP-plötunni Little Bit. Síðan þá hefur hún gefið út fjórar breiðskífur sem hefur almennt verið vel tekið af áheyrendum. Lagið I Follow Rivers er langvinsælasta lag hinnar 33 ára gömlu tónlistarkonu, en það kom út árið 2011.

Fyrirhugaðir tónleikar Lykke Li á Íslandi eru hluti af tónleikaferðalagi hennar um Evrópu í tengslum við nýjustu breiðskífu hennar, So Sad So Sexy, sem kom út í júní á síðasta ári. Nánari upplýsingar um miðasölu liggja ekki fyrir að svo stöddu, en von er á þeim á næstu dögum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.