Körfubolti

Jón Halldór aftur orðinn þjálfari kvennaliðs Keflavíkur og Hörður Axel aðstoðar hann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Halldór Eðvaldsson og Hörður Axel Vilhjálmsson taka við kvennaliði Keflavíkur.
Jón Halldór Eðvaldsson og Hörður Axel Vilhjálmsson taka við kvennaliði Keflavíkur. Mynd/Keflavík karfa
Keflvíkingar hafa fundið eftirmann Jóns Guðmundssonar sem ákvað eftir tímabilið að hætta sem þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í Domino´s deildinni.

Jón Halldór Eðvaldsson mun taka við þjálfun Keflavíkurliðsins en hann er ekki í því starfi í fyrsta sinn. Jón Halldór gerði Keflavíkurliðið tvívegis að Íslandsmeisturum eða árin 2008 og 2011.

Jón Halldór þekkja líka margir sem einn af körfuboltaspekingunum í Domino´s Körfuboltakvöldi sem hefur verið á dagskránni á Stöð 2 Sport undanfarin ár.

Hörður Axel Vilhjálmsson mun vera aðstoðarþjálfari Jóns Halldórs jafnframt því að spila áfram með karlaliðinu. „Þá báða þekkjum við Keflvíkingar vel og vitum fyrir hvað þeir standa,“ segir í fréttatilkynningu á fésbókarsíðu Keflavíkur.

Jón Guðmundsson hættir einnig sem aðstoðarþjálfari karlaliðsins en við því starfi tekur Finnur Jónsson, fyrrum þjálfari Skallagríms,






Fleiri fréttir

Sjá meira


×