Golf

Henderson fyrst til að vinna Lotte Championship tvisvar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Henderson fagnar eftir að sigurinn var í höfn.
Henderson fagnar eftir að sigurinn var í höfn. vísir/getty

Brooke M. Henderson frá Kanada hrósaði sigri á Lotte Championship á Hawaii annað árið í röð. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi.


Fyrir lokahringinn eru Henderson og Nelly Korda efstar og jafnar á 14 höggum undir pari.

Þær áttu ólíku gengi að fagna á lokahringnum. Korda lék hann á fimm höggum fimm pari og féll niður í 8. sætið. Átjánda holan (par 4) reyndist þeirri bandarísku sérstaklega erfið en hún lék hana á átta höggum. Korda endaði á níu höggum undir pari.

Eftir skolla á fyrstu holunni gerði Henderson engin mistök og kláraði hringinn á tveimur höggum undir pari.Hún endaði á 16 höggum undir pari og var fjórum höggum á undan Eun-Hee Ji frá Suður-Kóreu. Hún lék fjórða hringinn á einu höggi undir pari.

Ariya Jutanugarn frá Tælandi og Minjee Lee frá Ástralíu voru jafnar í 3. sæti mótsins á ellefu höggum undir pari.

Henderson er sú fyrsta sem vinnur Lotte Championship tvisvar. Fyrir sigurinn fékk hún 300.000 Bandaríkjadali í verðlaunafé.

Þetta var fyrsti sigur Henderson á LPGA-mótaröðinni í ár og sá áttundi á ferlinum.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.