Golf

Henderson fyrst til að vinna Lotte Championship tvisvar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Henderson fagnar eftir að sigurinn var í höfn.
Henderson fagnar eftir að sigurinn var í höfn. vísir/getty
Brooke M. Henderson frá Kanada hrósaði sigri á Lotte Championship á Hawaii annað árið í röð. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi.



Fyrir lokahringinn eru Henderson og Nelly Korda efstar og jafnar á 14 höggum undir pari.

Þær áttu ólíku gengi að fagna á lokahringnum. Korda lék hann á fimm höggum fimm pari og féll niður í 8. sætið. Átjánda holan (par 4) reyndist þeirri bandarísku sérstaklega erfið en hún lék hana á átta höggum. Korda endaði á níu höggum undir pari.

Eftir skolla á fyrstu holunni gerði Henderson engin mistök og kláraði hringinn á tveimur höggum undir pari.





Hún endaði á 16 höggum undir pari og var fjórum höggum á undan Eun-Hee Ji frá Suður-Kóreu. Hún lék fjórða hringinn á einu höggi undir pari.

Ariya Jutanugarn frá Tælandi og Minjee Lee frá Ástralíu voru jafnar í 3. sæti mótsins á ellefu höggum undir pari.

Henderson er sú fyrsta sem vinnur Lotte Championship tvisvar. Fyrir sigurinn fékk hún 300.000 Bandaríkjadali í verðlaunafé.

Þetta var fyrsti sigur Henderson á LPGA-mótaröðinni í ár og sá áttundi á ferlinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×