ESA borgar sig Björn Berg Gunnarsson skrifar 24. apríl 2019 07:00 Menntamálaráðherra lýsti á dögunum áhyggjum sínum af spekileka frá landinu. Það er gott að hið opinbera gefi málefninu gaum en vegna smæðar samfélagsins og takmarkaðra tækifæra ætti ekki að koma á óvart að sprenglært fólk kjósi af og til að freista gæfunnar utan landsteinanna. Í ljósi þessa mætti hvetja til þess að kraftur verði lagður í aðildarferli Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu (ESA). Það er auðvelt að afskrifa og gera grín að draumórum um íslenska geimferðaáætlun en málið snýst um allt annað og meira. Á verksviði stofnunarinnar er margvísleg starfsemi, allt frá hugbúnaðarþróun að jarðfræði og veðurrannsóknum. Hver aðildarþjóð stýrir sinni þátttöku að umtalsverðu leyti og leitast þannig við að nýta krafta síns fólks sem best. Fjárframlag hvers lands byggir á landsframleiðslu þess og umfangi þátttöku. Evrópusambandsþjóðir, auk Noregs, Sviss og Kanada, eru aðilar að stofnuninni en ESB leggur auk þess til tæpan fjórðung fjárframlaga. Að lágmarki er andvirði greiðslna til ESA svo látið renna til baka til aðildarþjóðar í formi verkefna sem leyst eru þar í landi. Framlögin eru því í raun ekki greidd úr landi heldur nýtast að fullu í vísindastarf heima fyrir auk þess sem allir njóta góðs af viðamiklu samstarfi á sviði stofnunarinnar. Ef þátttaka okkar Íslendinga væri hlutfallslega svipuð og þátttaka hinna Norðurlandaþjóðanna að jafnaði næmu árleg fjárframlög okkar um 390 milljónum króna. Í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn varðandi stöðu mála fyrir nokkru kom þó fram að framlagið gæti orðið umtalsvert minna, en umsóknarferlið sjálft gæti þó tekið „um eða yfir áratug“. Það teldi ég góða fjárfestingu en of langan tíma. Fjöldi Íslendinga starfar nú í útlöndum við verkefni sem hægt væri að bjóða upp á hér á landi ef Ísland gerðist aðili að ESA. Aðildin væri mikilvægur tappi í spekilekann sem menntamálaráðherra ræddi, væri lyftistöng fyrir raungreinanám og byði íslensku vísindafólki fleiri og áhugaverðari atvinnutækifæri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Menntamálaráðherra lýsti á dögunum áhyggjum sínum af spekileka frá landinu. Það er gott að hið opinbera gefi málefninu gaum en vegna smæðar samfélagsins og takmarkaðra tækifæra ætti ekki að koma á óvart að sprenglært fólk kjósi af og til að freista gæfunnar utan landsteinanna. Í ljósi þessa mætti hvetja til þess að kraftur verði lagður í aðildarferli Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu (ESA). Það er auðvelt að afskrifa og gera grín að draumórum um íslenska geimferðaáætlun en málið snýst um allt annað og meira. Á verksviði stofnunarinnar er margvísleg starfsemi, allt frá hugbúnaðarþróun að jarðfræði og veðurrannsóknum. Hver aðildarþjóð stýrir sinni þátttöku að umtalsverðu leyti og leitast þannig við að nýta krafta síns fólks sem best. Fjárframlag hvers lands byggir á landsframleiðslu þess og umfangi þátttöku. Evrópusambandsþjóðir, auk Noregs, Sviss og Kanada, eru aðilar að stofnuninni en ESB leggur auk þess til tæpan fjórðung fjárframlaga. Að lágmarki er andvirði greiðslna til ESA svo látið renna til baka til aðildarþjóðar í formi verkefna sem leyst eru þar í landi. Framlögin eru því í raun ekki greidd úr landi heldur nýtast að fullu í vísindastarf heima fyrir auk þess sem allir njóta góðs af viðamiklu samstarfi á sviði stofnunarinnar. Ef þátttaka okkar Íslendinga væri hlutfallslega svipuð og þátttaka hinna Norðurlandaþjóðanna að jafnaði næmu árleg fjárframlög okkar um 390 milljónum króna. Í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn varðandi stöðu mála fyrir nokkru kom þó fram að framlagið gæti orðið umtalsvert minna, en umsóknarferlið sjálft gæti þó tekið „um eða yfir áratug“. Það teldi ég góða fjárfestingu en of langan tíma. Fjöldi Íslendinga starfar nú í útlöndum við verkefni sem hægt væri að bjóða upp á hér á landi ef Ísland gerðist aðili að ESA. Aðildin væri mikilvægur tappi í spekilekann sem menntamálaráðherra ræddi, væri lyftistöng fyrir raungreinanám og byði íslensku vísindafólki fleiri og áhugaverðari atvinnutækifæri.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun