Viðskipti erlent

Face­book af­ritaði net­fanga­lista not­enda án leyfis

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Málið kemur upp í kjölfar gagnrýni tölvuöryggissérfræðinga á Facebook eftir að miðillinn fór að biðja nýja notendur um aðgangsorð að tölvupósti þeirra þegar þeir bjuggu sér til aðgang að Facebook.
Málið kemur upp í kjölfar gagnrýni tölvuöryggissérfræðinga á Facebook eftir að miðillinn fór að biðja nýja notendur um aðgangsorð að tölvupósti þeirra þegar þeir bjuggu sér til aðgang að Facebook. vísir/getty

Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur viðurkennt að hafa „óvart“ afritað netfangalista 1,5 milljón notenda miðilsins án leyfis. Facebook segist ætla að eyða gögnunum og láta notendurna sem lentu í þessu vita.

Málið kemur upp í kjölfar gagnrýni tölvuöryggissérfræðinga á Facebook eftir að miðillinn fór að biðja nýja notendur um aðgangsorð að tölvupósti þeirra þegar þeir bjuggu sér til aðgang að Facebook.

Notendurnir urðu þess varir að eftir tölvupóstfang þeirra hafði verið staðfest af Facebook fengu þeir skilaboð um það að samfélagsmiðillinn hefði byrjað að hlaða niður netfangalista þeirra án þess að biðja notandann um leyfi fyrir slíkri gagnasöfnun.
Facebook hefur viðurkennt að þessi vinnsla á gögnunum hafi ekki verið rétt og að þetta hafi verið gert í óðagoti.

Segir fyrirtækið að fólk sé ekki lengur beðið um lykilorðið fyrir tölvupóstinn sinn þegar það stofnar aðgang á Facebook. Þá hafi enginn fengið aðgang að þeim netfangalistum sem Facebook náði í með þessum hætti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SJOVA
2,53
12
184.232
ICEAIR
2
25
218.726
TM
1,64
3
40.650
SYN
1,48
8
74.284
ORIGO
1,12
4
39.306

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,09
2
14.507
REGINN
-0,99
4
62.307
EIM
-0,81
1
173
HEIMA
-0,79
2
42.030
SIMINN
-0,68
3
11.947
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.