Valur braut blað í sögunni Hjörvar Ólafsson skrifar 29. apríl 2019 17:00 Guðbjörg Sverrisdóttir og Hallveig Jónsdóttir lyfta Íslandsbikarnum. Vísir/Daníel Valur eignaðist um helgina Íslandsmeistaralið í körfubolta kvenna í fyrsta skipti. Valur bar sigurorð af Keflavík í þriðja leik liðanna í Origo-höllinni að Hlíðarenda og vann einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn þar með 3-0. Valur varð enn fremur deildar- og bikarmeistari á leiktíðinni sem var að ljúka. Guðbjörg Sverrisdóttir gekk til liðs við Val árið 2011 og var orðin langeyg eftir því að lyfta þeim stóra en Valur laut í lægra haldi fyrir Haukum í viðureigninni um titilinn síðasta vor. Þá voru hún og Helena Sverrisdóttir systir hennar mótherjar en nú voru þær samherjar. „Þetta var alveg geggjað og mjög langþráð að fá að upplifa það að verða Íslandsmeistari. Við vorum staðráðnar í að klára þennan leik og það tókst. Við náðum góðu forskoti fljótlega sem við létum ekki af hendi og ég held að það hafi sést á okkur hversu mikið okkur langaði að klára þrennuna með því að vinna stærsta titilinn. Það er gaman að taka þátt í einhverju sem hefur ekki verið gert áður hjá félaginu og taka þátt í að skrifa sögu félagsins,“ segir Guðbjörg um tilfinninguna sem bærðist í brjósti hennar eftir leikinn á laugardaginn. „Umgjörðin og aðbúnaðurinn hjá Val er í hæsta gæðaflokki og það skilar sér í góðri spilamennsku hjá okkur inni á vellinum. Það er allt til alls hérna, nuddari, góður sjúkraþjálfari, góð líkamsræktaraðstaða og mjög fær þjálfari. Þetta skiptir allt máli þegar á hólminn er komið og maður finnur engan mun á því hvort um karla- eða kvennalið er að ræða hjá þessu félagi. Hér er mikið jafnrétti sem er til fyrirmyndar,“ segir hún enn fremur um lykilinn að velgengni Valsliðsins. Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, er á svipuðum aldri eða yngri en flestir leikmenn liðsins en Guðbjörg segir það engu máli skipta. Hún segir Darra Frey hafa sýnt það á fyrstu æfingu hversu hæfur og metnaðarfullur þjálfari hann er og aldursbilið aldrei verða honum til trafala. „Darri var með okkur nokkrum í skóla og vissulega pældi maður í þessu þegar hann var kynntur til leiks sem þjálfari hjá okkur. Hann eyddi þeim vangaveltum frá fyrstu kynnum og hann er mjög skipulagður, agaður og klókur þjálfari sem á eftir að ná langt. Hann náði virðingu okkar strax og hefur haldið henni síðan,“ segir Guðbjörg um þjálfara sinn. Guðbjörg leikur eins og áður segir við hlið systur sinnar og hún segir það að sjálfsögðu mjög þægilegt að hafa hana sem liðsfélaga. Eftir að Helena gekk til liðs við Val um miðjan nóvember á síðasta ári tapaði liðið einungis tveimur leikjum í deild og bikar. „Helena er að mínu mati besti leikmaður sem kvennakörfubolti á Íslandi hefur alið af sér og það eru auðvitað bara forréttindi að fá að spila með henni. Við börðumst um titilinn í fyrra og hún vann en nú unnum við saman að því að fá bikarinn á Hlíðarenda. Það heppnaðist og það er ólíkt betri tilfinning. Nú er bara að byggja ofan á þetta á næstu árum,“ segir hún um systur sína og liðsfélaga. Dominos-deild kvenna Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira
Valur eignaðist um helgina Íslandsmeistaralið í körfubolta kvenna í fyrsta skipti. Valur bar sigurorð af Keflavík í þriðja leik liðanna í Origo-höllinni að Hlíðarenda og vann einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn þar með 3-0. Valur varð enn fremur deildar- og bikarmeistari á leiktíðinni sem var að ljúka. Guðbjörg Sverrisdóttir gekk til liðs við Val árið 2011 og var orðin langeyg eftir því að lyfta þeim stóra en Valur laut í lægra haldi fyrir Haukum í viðureigninni um titilinn síðasta vor. Þá voru hún og Helena Sverrisdóttir systir hennar mótherjar en nú voru þær samherjar. „Þetta var alveg geggjað og mjög langþráð að fá að upplifa það að verða Íslandsmeistari. Við vorum staðráðnar í að klára þennan leik og það tókst. Við náðum góðu forskoti fljótlega sem við létum ekki af hendi og ég held að það hafi sést á okkur hversu mikið okkur langaði að klára þrennuna með því að vinna stærsta titilinn. Það er gaman að taka þátt í einhverju sem hefur ekki verið gert áður hjá félaginu og taka þátt í að skrifa sögu félagsins,“ segir Guðbjörg um tilfinninguna sem bærðist í brjósti hennar eftir leikinn á laugardaginn. „Umgjörðin og aðbúnaðurinn hjá Val er í hæsta gæðaflokki og það skilar sér í góðri spilamennsku hjá okkur inni á vellinum. Það er allt til alls hérna, nuddari, góður sjúkraþjálfari, góð líkamsræktaraðstaða og mjög fær þjálfari. Þetta skiptir allt máli þegar á hólminn er komið og maður finnur engan mun á því hvort um karla- eða kvennalið er að ræða hjá þessu félagi. Hér er mikið jafnrétti sem er til fyrirmyndar,“ segir hún enn fremur um lykilinn að velgengni Valsliðsins. Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, er á svipuðum aldri eða yngri en flestir leikmenn liðsins en Guðbjörg segir það engu máli skipta. Hún segir Darra Frey hafa sýnt það á fyrstu æfingu hversu hæfur og metnaðarfullur þjálfari hann er og aldursbilið aldrei verða honum til trafala. „Darri var með okkur nokkrum í skóla og vissulega pældi maður í þessu þegar hann var kynntur til leiks sem þjálfari hjá okkur. Hann eyddi þeim vangaveltum frá fyrstu kynnum og hann er mjög skipulagður, agaður og klókur þjálfari sem á eftir að ná langt. Hann náði virðingu okkar strax og hefur haldið henni síðan,“ segir Guðbjörg um þjálfara sinn. Guðbjörg leikur eins og áður segir við hlið systur sinnar og hún segir það að sjálfsögðu mjög þægilegt að hafa hana sem liðsfélaga. Eftir að Helena gekk til liðs við Val um miðjan nóvember á síðasta ári tapaði liðið einungis tveimur leikjum í deild og bikar. „Helena er að mínu mati besti leikmaður sem kvennakörfubolti á Íslandi hefur alið af sér og það eru auðvitað bara forréttindi að fá að spila með henni. Við börðumst um titilinn í fyrra og hún vann en nú unnum við saman að því að fá bikarinn á Hlíðarenda. Það heppnaðist og það er ólíkt betri tilfinning. Nú er bara að byggja ofan á þetta á næstu árum,“ segir hún um systur sína og liðsfélaga.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira