Áratug síðar Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 10. apríl 2019 07:00 Nær lygilegur viðsnúningur efnahagslífsins hófst í ársbyrjun 2011. Frá þeim tíma hefur hagkerfið vaxið um þriðjung, þjóðhagslegur sparnaður fjórfaldast og hrein erlend staða þjóðarbúsins tekið snarpa beygju upp á við. Þetta er öfundsverð staða og ólík þeirri sem var uppi árið 2007. Uppsafnaður viðskiptahalli á árunum 2003-2007 nam mörg hundruð milljörðum króna og í árslok 2007 var erlend staða þjóðarbúsins neikvæð um 130% af landsframleiðslu. Viðvarandi viðskiptaafgangur síðustu ára hefur skapað skilyrði til þess að greiða niður skuldir og safna í gjaldeyrisvarasjóð. Nú nemur hrein erlend eignastaða um 10% af landsframleiðslu. Þá býr Seðlabankinn yfir 750 milljarða króna gjaldeyrisforða og hefur því verulegt svigrúm til að bregðast við gengissveiflum. Í árslok 2008 vakti Ísland heimsathygli þegar banka- og gjaldeyriskreppa skall á af fullum þunga. Í dag er staðan önnur. Viðnámsþróttur bankanna hefur verið aukinn, margfalt meiri kröfur eru gerðar um eigið fé og lausafjárreglur hafa verið hertar. Íslenskir bankar eru betur í stakk búnir til að takast á við áföll nú en áður. Fjármagnshöft voru innleidd í árslok 2008, þau áttu að vera tímabundin en tíu og hálfu ári síðar voru síðustu leifar hafta afnumdar þegar bindiskylda á innflæði fjármagns var lækkuð niður í 0%. Ísland vekur heimsathygli á ný, en að þessu sinni er það sterk staða hagkerfisins sem vekur athygli. Í kjölfar fjármálakreppunnar 2008 hækkaði Seðlabankinn stýrivexti í 18%, krónan féll og verðbólga rauk upp í 19%. Í dag eru stýrivextir 4,5%, gengið er stöðugt og verðbólga við markmið. Fjögurra ára kjarasamningur, sem nýverið var undirritaður, skapar vonandi skilyrði til lækkunar vaxta. Vaxtalækkun styður við fjárfestingu í landinu, eykur hagvöxt og stuðlar að áframhaldandi fjölgun starfa. Viðbrögð stjórnvalda við síðustu niðursveiflu voru að hækka skatta til að brúa hallarekstur. Þá var nýjum sköttum einnig bætt við; bankaskattur, sérstakur fjársýsluskattur, gistináttaskattur og kolefnisgjald eru dæmi um slíka skatta. Nú þegar hagvöxtur minnkar boða stjórnvöld skattalækkanir. Tryggingagjaldið lækkar um 0,25% um næstu áramót, bankaskatturinn mun lækka í fjórum áföngum úr 0,376% í 0,145%. Þá eru einnig boðaðar lækkanir á tekjuskatti einstaklinga með upptöku á nýju neðsta þrepi tekjuskatts. Samanburður á þeirri stöðu sem nú er uppi og fyrir áratug er þörf áminning um mikilvægi þess að búa í haginn. Áskoranir eru þó fram undan. Laun á Íslandi eru há í alþjóðlegum samanburði og hvergi rennur stærri hluti af verðmætasköpun til launþega en á Íslandi. Hár launakostnaður samfara minnkandi hagvexti mun reynast mörgum fyrirtækjum þungbær og munu þau þurfa að grípa til hagræðingar. Hið opinbera þarf, líkt og fyrirtækin, einnig að bregðast við niðursveiflu. Opinber útgjöld hafa vaxið að raunvirði um 25% frá árinu 2011. Á sama tíma hafa 8.800 ný störf orðið til hjá hinu opinbera, þar af 1.200 í opinberri stjórnsýslu og fjölgaði um 17% á tímabilinu. Aukin útgjöld ár frá ári hafa dregið úr svigrúmi til skattalækkana, en skattheimta hér á landi er ein sú hæsta innan OECD. Boðaðar skattalækkanir stjórnvalda eru því fagnaðarefni en eftir sem áður verður Ísland háskattaríki í erlendum samanburði. Ganga þarf lengra í skattalækkunum. Þrátt fyrir fyrirhugaða lækkun bankaskatts verður sérstök skattlagning á fjármálafyrirtæki enn rúmlega fimmföld á við sambærilega skattlagningu í nágrannaríkjum. Heimili og fyrirtæki greiða fyrir bankaskattinn í formi hærri vaxta og því mikilvægt að stjórnvöld hugi að frekari lækkun hans. Fjármagnstekjuskattur var hækkaður í fyrra undir því yfirskini að skattstofninn yrði endurskoðaður. Sú endurskoðun hefur þó ekki átt sér stað en hár fjármagnstekjuskattur dregur úr hvata til fjárfestingar sem er grundvöllur atvinnusköpunar. Frekari lækkun tryggingagjalds til samræmis við það sem áður var lofað yrði jafnframt mikilvæg aðgerð. Tryggingagjaldið leggst á launagreiðslur fyrirtækja og væri innlegg stjórnvalda til að draga úr háum launakostnaði og stuðla að fjölgun starfa. Hér eru dæmi um skatta sem nauðsynlegt er að lækka en meira þarf að koma til. Í uppsveiflunni var ekki skapað rými til skattalækkana – nú hlýtur sá tími að vera kominn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Nær lygilegur viðsnúningur efnahagslífsins hófst í ársbyrjun 2011. Frá þeim tíma hefur hagkerfið vaxið um þriðjung, þjóðhagslegur sparnaður fjórfaldast og hrein erlend staða þjóðarbúsins tekið snarpa beygju upp á við. Þetta er öfundsverð staða og ólík þeirri sem var uppi árið 2007. Uppsafnaður viðskiptahalli á árunum 2003-2007 nam mörg hundruð milljörðum króna og í árslok 2007 var erlend staða þjóðarbúsins neikvæð um 130% af landsframleiðslu. Viðvarandi viðskiptaafgangur síðustu ára hefur skapað skilyrði til þess að greiða niður skuldir og safna í gjaldeyrisvarasjóð. Nú nemur hrein erlend eignastaða um 10% af landsframleiðslu. Þá býr Seðlabankinn yfir 750 milljarða króna gjaldeyrisforða og hefur því verulegt svigrúm til að bregðast við gengissveiflum. Í árslok 2008 vakti Ísland heimsathygli þegar banka- og gjaldeyriskreppa skall á af fullum þunga. Í dag er staðan önnur. Viðnámsþróttur bankanna hefur verið aukinn, margfalt meiri kröfur eru gerðar um eigið fé og lausafjárreglur hafa verið hertar. Íslenskir bankar eru betur í stakk búnir til að takast á við áföll nú en áður. Fjármagnshöft voru innleidd í árslok 2008, þau áttu að vera tímabundin en tíu og hálfu ári síðar voru síðustu leifar hafta afnumdar þegar bindiskylda á innflæði fjármagns var lækkuð niður í 0%. Ísland vekur heimsathygli á ný, en að þessu sinni er það sterk staða hagkerfisins sem vekur athygli. Í kjölfar fjármálakreppunnar 2008 hækkaði Seðlabankinn stýrivexti í 18%, krónan féll og verðbólga rauk upp í 19%. Í dag eru stýrivextir 4,5%, gengið er stöðugt og verðbólga við markmið. Fjögurra ára kjarasamningur, sem nýverið var undirritaður, skapar vonandi skilyrði til lækkunar vaxta. Vaxtalækkun styður við fjárfestingu í landinu, eykur hagvöxt og stuðlar að áframhaldandi fjölgun starfa. Viðbrögð stjórnvalda við síðustu niðursveiflu voru að hækka skatta til að brúa hallarekstur. Þá var nýjum sköttum einnig bætt við; bankaskattur, sérstakur fjársýsluskattur, gistináttaskattur og kolefnisgjald eru dæmi um slíka skatta. Nú þegar hagvöxtur minnkar boða stjórnvöld skattalækkanir. Tryggingagjaldið lækkar um 0,25% um næstu áramót, bankaskatturinn mun lækka í fjórum áföngum úr 0,376% í 0,145%. Þá eru einnig boðaðar lækkanir á tekjuskatti einstaklinga með upptöku á nýju neðsta þrepi tekjuskatts. Samanburður á þeirri stöðu sem nú er uppi og fyrir áratug er þörf áminning um mikilvægi þess að búa í haginn. Áskoranir eru þó fram undan. Laun á Íslandi eru há í alþjóðlegum samanburði og hvergi rennur stærri hluti af verðmætasköpun til launþega en á Íslandi. Hár launakostnaður samfara minnkandi hagvexti mun reynast mörgum fyrirtækjum þungbær og munu þau þurfa að grípa til hagræðingar. Hið opinbera þarf, líkt og fyrirtækin, einnig að bregðast við niðursveiflu. Opinber útgjöld hafa vaxið að raunvirði um 25% frá árinu 2011. Á sama tíma hafa 8.800 ný störf orðið til hjá hinu opinbera, þar af 1.200 í opinberri stjórnsýslu og fjölgaði um 17% á tímabilinu. Aukin útgjöld ár frá ári hafa dregið úr svigrúmi til skattalækkana, en skattheimta hér á landi er ein sú hæsta innan OECD. Boðaðar skattalækkanir stjórnvalda eru því fagnaðarefni en eftir sem áður verður Ísland háskattaríki í erlendum samanburði. Ganga þarf lengra í skattalækkunum. Þrátt fyrir fyrirhugaða lækkun bankaskatts verður sérstök skattlagning á fjármálafyrirtæki enn rúmlega fimmföld á við sambærilega skattlagningu í nágrannaríkjum. Heimili og fyrirtæki greiða fyrir bankaskattinn í formi hærri vaxta og því mikilvægt að stjórnvöld hugi að frekari lækkun hans. Fjármagnstekjuskattur var hækkaður í fyrra undir því yfirskini að skattstofninn yrði endurskoðaður. Sú endurskoðun hefur þó ekki átt sér stað en hár fjármagnstekjuskattur dregur úr hvata til fjárfestingar sem er grundvöllur atvinnusköpunar. Frekari lækkun tryggingagjalds til samræmis við það sem áður var lofað yrði jafnframt mikilvæg aðgerð. Tryggingagjaldið leggst á launagreiðslur fyrirtækja og væri innlegg stjórnvalda til að draga úr háum launakostnaði og stuðla að fjölgun starfa. Hér eru dæmi um skatta sem nauðsynlegt er að lækka en meira þarf að koma til. Í uppsveiflunni var ekki skapað rými til skattalækkana – nú hlýtur sá tími að vera kominn.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun