Fyrsta tapið í keppnisleik á heimavelli í 13 ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. apríl 2019 11:00 Aron Pálmarsson var í fyrsta sinn í tapliði í keppnisleik í Laugardalshöllinni í gær. Tapið fyrir Norður-Makedóníu, 33-34, í Laugardalshöllinni í undankeppni EM 2020 í handbolta í gær var fyrsta tap karlalandsliðsins í keppnisleik á heimavelli í 13 ár, eða síðan það tapaði fyrir Svíþjóð á þjóðhátíðardaginn 2006. Fyrir leikinn í gær var Ísland búið að leika 22 keppnisleiki í Laugardalshöllinni í röð án þess að tapa, auk eins leiks sem fór fram á Ásvöllum (38-24 sigur á Eistlandi 2009). Tuttuguogeinn leikur vannst og tveir enduðu með jafntefli. Ísland var búið að vinna níu keppnisleiki á heimavelli í röð áður en að leiknum í gær kom. Ísland tapaði fyrir Svíþjóð, 25-26, í seinni leik liðanna í umspili um sæti á HM 2007 á 17. júní 2006. Tapið kom ekki að sök því Íslendingar unnu fyrri leikinn ytra, 32-28, og sennilega hefur aldrei verið fagnað jafn mikið og innilega eftir tapleik í Höllinni og á þjóðhátíðardaginn fyrir 13 árum.Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson hafa aldrei verið jafn ánægðir eftir tapleik. Hér fagna þeir HM-sæti eftir leikinn gegn Svíþjóð á þjóðhátíðardaginn 2006.vísir/daníelSíðan tóku við 22 keppnisleikir án taps í Laugardalshöllinni auk eins leiks á Ásvöllum. Ísland var taplaust í keppnisleikjum í Laugardalshöllinni í 4681 daga, eða næstum því 154 mánuði. Á þessum tíma stýrðu fjórir þjálfarar íslenska liðinu; Guðmundur Guðmundsson (tvisvar), Alfreð Gíslason, Aron Kristjánsson og Geir Sveinsson. Alfreð var þjálfari íslenska liðsins þegar það tapaði fyrir Svíþjóð 2006. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fjögur mörk í leiknum en hann er sá eini sem er enn í íslenska liðinu frá 2006. Aron Pálmarsson átti stórkostlegan leik gegn Makedóníu í gær og skoraði tólf mörk. Þetta var hans fyrsta tap í keppnisleik á heimavelli á landsliðsferlinum. Hann lék sinn fyrsta landsleik þegar Ísland vann Belgíu, 40-21, í undankeppni EM 29. október 2008. Aron skoraði tvö mörk í leiknum. Íslenska liðið hefur ekki lagt það í vana sinn að tapa í Laugardalshöllinni á undanförnum árum, hvort sem er um að ræða vináttu- eða keppnisleiki. Áður en að leiknum í gær kom var síðasta tap Íslands í Höllinni fyrir Þýskalandi, 24-31, í vináttulandsleik 4. janúar 2015. Íslendingar fá tækifæri til að hefna ófaranna í Höllinni í gær þegar þeir mæta Norður-Makedóníumönnum í Skopje á sunnudaginn kemur. Þrátt fyrir tapið í gær er Ísland enn á toppi riðils 3 og fái liðið stig gegn Norður-Makedóníu á sunnudaginn fer íslenska liðið langt með því að tryggja sér sigur í riðlinum.Guðjón Valur er sá eini sem er enn í íslenska liðinu frá leiknum gegn Svíþjóð 2006.vísir/ernirKeppnisleikir í Laugardalshöllinni:2019Ísland 33-34 Norður-Makedónía (undankeppni EM 2020)2018Ísland 35-21 Grikkland (undankeppni EM 2020) Ísland 34-21 Litháen (umspil fyrir HM 2019) 2017Ísland 34-26 Úkraína (undankeppni EM 2018) Ísland 30-29 Makedónía (undankeppni EM 2018) 2016Ísland 25-24 Tékkland (undankeppni EM 2018) Ísland 26-23 Portúgal (umspil fyrir HM 2017) 2015Ísland 34-22 Svartfjallaland (undankeppni EM 2016) Ísland 38-22 Serbía (undankeppni EM 2016) 2014Ísland 36-19 Ísrael (undankeppni EM 2016) Ísland 29-29 Bosnía (umspil fyrir HM 2015) 2013Ísland 37-27 Rúmenía (undankeppni EM 2014) Ísland 35-34 Slóvenía (undankeppni EM 2014) 2012Ísland 36-28 Hvíta-Rússland (undankeppni EM 2014) Ísland 41-27 Holland (umspil fyrir HM 2013) 2011Ísland 44-29 Austurríki (undankeppni EM 2012) Ísland 36-31 Þýskaland (undankeppni EM 2012) 2010Ísland 28-26 Lettland (undankeppni EM 2012) 2009Ísland 34-26 Makedónía (undankeppni EM 2010) Ísland 34-34 Noregur (undankeppni EM 2010) 2008Ísland 40-21 Belgía (undankeppni EM 2010) Ísland 30-24 Makedónía (umspil fyrir HM 2009) 2007Ísland 42-40 Serbía (umspil fyrir EM 2008) 2006Ísland 25-26 Svíþjóð (umspil fyrir HM 2007) EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Norður-Makedónía 33-34 | Hörmulegt handrit í höllinni Ótrúlegar lokasekúndur urðu strákunum að falli í Laugardalshöllinni í kvöld. Ýmis vandamál steðja þó að íslenska liðinu þessa stundina. 10. apríl 2019 23:00 Guðjón Valur: Aron fór á kostum og leiðinlegt að nýta það ekki Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði, var svekktur með tapið gegn Norður-Makedóníu í kvöld. 10. apríl 2019 22:27 Guðmundur: Ég hef áhyggjur af markvörslunni í íslenska landsliðinu Guðmundur Guðmundsson var niðurbrotinn eftir ótrúlegt tap Íslands gegn Norður-Makedóníu í undankeppni EM 2020 í kvöld. 10. apríl 2019 22:13 Aron: Verður ekki verra Aron Pálmarsson segir að leikmenn Íslands geti aðeins sjálfum sér um kennt eftir tapið gegn Norður-Makedóníu í kvöld. 10. apríl 2019 22:43 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Tapið fyrir Norður-Makedóníu, 33-34, í Laugardalshöllinni í undankeppni EM 2020 í handbolta í gær var fyrsta tap karlalandsliðsins í keppnisleik á heimavelli í 13 ár, eða síðan það tapaði fyrir Svíþjóð á þjóðhátíðardaginn 2006. Fyrir leikinn í gær var Ísland búið að leika 22 keppnisleiki í Laugardalshöllinni í röð án þess að tapa, auk eins leiks sem fór fram á Ásvöllum (38-24 sigur á Eistlandi 2009). Tuttuguogeinn leikur vannst og tveir enduðu með jafntefli. Ísland var búið að vinna níu keppnisleiki á heimavelli í röð áður en að leiknum í gær kom. Ísland tapaði fyrir Svíþjóð, 25-26, í seinni leik liðanna í umspili um sæti á HM 2007 á 17. júní 2006. Tapið kom ekki að sök því Íslendingar unnu fyrri leikinn ytra, 32-28, og sennilega hefur aldrei verið fagnað jafn mikið og innilega eftir tapleik í Höllinni og á þjóðhátíðardaginn fyrir 13 árum.Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson hafa aldrei verið jafn ánægðir eftir tapleik. Hér fagna þeir HM-sæti eftir leikinn gegn Svíþjóð á þjóðhátíðardaginn 2006.vísir/daníelSíðan tóku við 22 keppnisleikir án taps í Laugardalshöllinni auk eins leiks á Ásvöllum. Ísland var taplaust í keppnisleikjum í Laugardalshöllinni í 4681 daga, eða næstum því 154 mánuði. Á þessum tíma stýrðu fjórir þjálfarar íslenska liðinu; Guðmundur Guðmundsson (tvisvar), Alfreð Gíslason, Aron Kristjánsson og Geir Sveinsson. Alfreð var þjálfari íslenska liðsins þegar það tapaði fyrir Svíþjóð 2006. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fjögur mörk í leiknum en hann er sá eini sem er enn í íslenska liðinu frá 2006. Aron Pálmarsson átti stórkostlegan leik gegn Makedóníu í gær og skoraði tólf mörk. Þetta var hans fyrsta tap í keppnisleik á heimavelli á landsliðsferlinum. Hann lék sinn fyrsta landsleik þegar Ísland vann Belgíu, 40-21, í undankeppni EM 29. október 2008. Aron skoraði tvö mörk í leiknum. Íslenska liðið hefur ekki lagt það í vana sinn að tapa í Laugardalshöllinni á undanförnum árum, hvort sem er um að ræða vináttu- eða keppnisleiki. Áður en að leiknum í gær kom var síðasta tap Íslands í Höllinni fyrir Þýskalandi, 24-31, í vináttulandsleik 4. janúar 2015. Íslendingar fá tækifæri til að hefna ófaranna í Höllinni í gær þegar þeir mæta Norður-Makedóníumönnum í Skopje á sunnudaginn kemur. Þrátt fyrir tapið í gær er Ísland enn á toppi riðils 3 og fái liðið stig gegn Norður-Makedóníu á sunnudaginn fer íslenska liðið langt með því að tryggja sér sigur í riðlinum.Guðjón Valur er sá eini sem er enn í íslenska liðinu frá leiknum gegn Svíþjóð 2006.vísir/ernirKeppnisleikir í Laugardalshöllinni:2019Ísland 33-34 Norður-Makedónía (undankeppni EM 2020)2018Ísland 35-21 Grikkland (undankeppni EM 2020) Ísland 34-21 Litháen (umspil fyrir HM 2019) 2017Ísland 34-26 Úkraína (undankeppni EM 2018) Ísland 30-29 Makedónía (undankeppni EM 2018) 2016Ísland 25-24 Tékkland (undankeppni EM 2018) Ísland 26-23 Portúgal (umspil fyrir HM 2017) 2015Ísland 34-22 Svartfjallaland (undankeppni EM 2016) Ísland 38-22 Serbía (undankeppni EM 2016) 2014Ísland 36-19 Ísrael (undankeppni EM 2016) Ísland 29-29 Bosnía (umspil fyrir HM 2015) 2013Ísland 37-27 Rúmenía (undankeppni EM 2014) Ísland 35-34 Slóvenía (undankeppni EM 2014) 2012Ísland 36-28 Hvíta-Rússland (undankeppni EM 2014) Ísland 41-27 Holland (umspil fyrir HM 2013) 2011Ísland 44-29 Austurríki (undankeppni EM 2012) Ísland 36-31 Þýskaland (undankeppni EM 2012) 2010Ísland 28-26 Lettland (undankeppni EM 2012) 2009Ísland 34-26 Makedónía (undankeppni EM 2010) Ísland 34-34 Noregur (undankeppni EM 2010) 2008Ísland 40-21 Belgía (undankeppni EM 2010) Ísland 30-24 Makedónía (umspil fyrir HM 2009) 2007Ísland 42-40 Serbía (umspil fyrir EM 2008) 2006Ísland 25-26 Svíþjóð (umspil fyrir HM 2007)
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Norður-Makedónía 33-34 | Hörmulegt handrit í höllinni Ótrúlegar lokasekúndur urðu strákunum að falli í Laugardalshöllinni í kvöld. Ýmis vandamál steðja þó að íslenska liðinu þessa stundina. 10. apríl 2019 23:00 Guðjón Valur: Aron fór á kostum og leiðinlegt að nýta það ekki Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði, var svekktur með tapið gegn Norður-Makedóníu í kvöld. 10. apríl 2019 22:27 Guðmundur: Ég hef áhyggjur af markvörslunni í íslenska landsliðinu Guðmundur Guðmundsson var niðurbrotinn eftir ótrúlegt tap Íslands gegn Norður-Makedóníu í undankeppni EM 2020 í kvöld. 10. apríl 2019 22:13 Aron: Verður ekki verra Aron Pálmarsson segir að leikmenn Íslands geti aðeins sjálfum sér um kennt eftir tapið gegn Norður-Makedóníu í kvöld. 10. apríl 2019 22:43 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Norður-Makedónía 33-34 | Hörmulegt handrit í höllinni Ótrúlegar lokasekúndur urðu strákunum að falli í Laugardalshöllinni í kvöld. Ýmis vandamál steðja þó að íslenska liðinu þessa stundina. 10. apríl 2019 23:00
Guðjón Valur: Aron fór á kostum og leiðinlegt að nýta það ekki Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði, var svekktur með tapið gegn Norður-Makedóníu í kvöld. 10. apríl 2019 22:27
Guðmundur: Ég hef áhyggjur af markvörslunni í íslenska landsliðinu Guðmundur Guðmundsson var niðurbrotinn eftir ótrúlegt tap Íslands gegn Norður-Makedóníu í undankeppni EM 2020 í kvöld. 10. apríl 2019 22:13
Aron: Verður ekki verra Aron Pálmarsson segir að leikmenn Íslands geti aðeins sjálfum sér um kennt eftir tapið gegn Norður-Makedóníu í kvöld. 10. apríl 2019 22:43