Út um borg og bí Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 16. apríl 2019 08:00 Við sem myndum sveitarstjórnir höfuðborgarsvæðisins spönnum breitt pólitískt litróf. Við höfum ólíka sýn og áherslur en við sameinumst um lífsgæði íbúanna og uppbyggingu samgangna til framtíðar. Í dag eru 76% ferða í bíl, 20% gangandi/hjólandi og 4% með almenningssamgöngum. Okkar markmið er að árið 2030 verði bílferðir 64%, gangandi/hjólandi 27% og almenningssamgöngur 9%. Við höfum skýra sýn, að tryggja að fólksfjölgun verði án þess að bílaumferð og umferðartafir aukist verulega. Verkefnið er þríþætt. Það snýr að uppbyggingu stofnvegakerfis, hönnun og uppbyggingu Borgarlínu og þróun hjólastígakerfis. Stofnvegir á höfuðborgarsvæðinu eiga að mynda tveggja laga kerfi meginstofnvega. Þetta kerfi þarf að endurhanna eftir því sem byggð þróast. Ástandsgreining var unnin árið 2017. Helstu niðurstöður voru að umferðartafir á höfuðborgarsvæðinu eru meira bundnar við ákveðna umferðarstrauma frekar en ákveðin gatnamót. Bestun á ljósastýringum er árangursríkasta lausnin til að liðka fyrir þungum umferðarstraumum. Tilkoma Borgarlínu mun hafa jákvæð áhrif á umferðaröryggi og stuðla að hagkvæmum samgöngum en hún mun ekki síður draga úr loftmengun og neikvæðum loftslagsáhrifum, þrengslum, hávaðamengun og slysum. Hjólreiðar hafa aukist umtalsvert úr 4% árið 2014 í 6% árið 2017. Þetta jafngildir því að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi farið yfir 50 þúsund ferðir á reiðhjóli á venjulegum degi í október 2017. Þróun stofnhjólastígakerfis gerir hjólreiðar raunhæfan samgöngukost allt árið um kring. Fram undan eru ærin verkefni og búið að undirbúa vel með greiningum, skoðunum og umræðu. Undirbúningur við Borgarlínu og tengdar stofnvegaframkvæmdir og bestun á ljósastýringum er formlega hafinn í góðu samstarfi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðarinnar. Fjármagn hefur verið tryggt til undirbúnings og áætlað að framkvæmdir hefjist árið 2020. Okkur er því ekkert að vanbúnaði – nú er bara að láta hlutina gerast.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Samgöngur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Sjá meira
Við sem myndum sveitarstjórnir höfuðborgarsvæðisins spönnum breitt pólitískt litróf. Við höfum ólíka sýn og áherslur en við sameinumst um lífsgæði íbúanna og uppbyggingu samgangna til framtíðar. Í dag eru 76% ferða í bíl, 20% gangandi/hjólandi og 4% með almenningssamgöngum. Okkar markmið er að árið 2030 verði bílferðir 64%, gangandi/hjólandi 27% og almenningssamgöngur 9%. Við höfum skýra sýn, að tryggja að fólksfjölgun verði án þess að bílaumferð og umferðartafir aukist verulega. Verkefnið er þríþætt. Það snýr að uppbyggingu stofnvegakerfis, hönnun og uppbyggingu Borgarlínu og þróun hjólastígakerfis. Stofnvegir á höfuðborgarsvæðinu eiga að mynda tveggja laga kerfi meginstofnvega. Þetta kerfi þarf að endurhanna eftir því sem byggð þróast. Ástandsgreining var unnin árið 2017. Helstu niðurstöður voru að umferðartafir á höfuðborgarsvæðinu eru meira bundnar við ákveðna umferðarstrauma frekar en ákveðin gatnamót. Bestun á ljósastýringum er árangursríkasta lausnin til að liðka fyrir þungum umferðarstraumum. Tilkoma Borgarlínu mun hafa jákvæð áhrif á umferðaröryggi og stuðla að hagkvæmum samgöngum en hún mun ekki síður draga úr loftmengun og neikvæðum loftslagsáhrifum, þrengslum, hávaðamengun og slysum. Hjólreiðar hafa aukist umtalsvert úr 4% árið 2014 í 6% árið 2017. Þetta jafngildir því að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi farið yfir 50 þúsund ferðir á reiðhjóli á venjulegum degi í október 2017. Þróun stofnhjólastígakerfis gerir hjólreiðar raunhæfan samgöngukost allt árið um kring. Fram undan eru ærin verkefni og búið að undirbúa vel með greiningum, skoðunum og umræðu. Undirbúningur við Borgarlínu og tengdar stofnvegaframkvæmdir og bestun á ljósastýringum er formlega hafinn í góðu samstarfi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðarinnar. Fjármagn hefur verið tryggt til undirbúnings og áætlað að framkvæmdir hefjist árið 2020. Okkur er því ekkert að vanbúnaði – nú er bara að láta hlutina gerast.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar